Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 19
ERLENDUR PATURSSON: Þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum Fyrir tveimur árum birtist hér í Tímaritinu stutt yfirlit um fær- eysk stjórnmál fram á árið 1944 eftir Sámal Davidsen. Að beiðni ritstjórnarinnar hefur Erlendur Patursson (sonur Jóannesar Pat- urssonar) gert eftirfarandi grein fyrir þeim atburðum í færeysk- um stjómmálum sem leiddu af sér Lögþingskosningarnar 8. nóv. þ. á. Greinin er samin áður en kosningarnar fóru fram. Aðdragandi Þegar póst- og siglingasamband tókst aftur við Danmörku 1945 urðu danska stjórnin og Lögþingið ásátt um að bráöabirgðastjórn- skipunin frá 9. maí 1940 skyldi haldast í gildi unz nýrri stjórnskipun yrði komið á. Samkvæmt því fyrirkomulagi fór danski amtmaður- inn með vald konungs, en löggjafarvaldið var hjá Lögþinginu. Fyrsta misserið eftir stríðslok var þó ekkert aðhafzt til þess að koma stjórnskipunarmálinu af stað, nema að formenn færeysku flokkanna fóru til Kaupmannahafnar og áttu viðræður við dönsku stjórnina. Nýjar Lögþingskosningar fóru ekki fram fyrr en 6. nóv. í fyrra, og í nóv.—des. var stjórnskipunarmálið tekið til umræðu í Lögþinginu. Lítið annað geröist þó í málinu en að samþykkt var að kjósa sjö menn til að semja við dönsku stjórnina. Um þetta urðu allir flokkar sammála, en lengra tók samkomulagið ekki. Enginn flokkur hafði hreinan meirihluta á þingi (Fólkaflokkurinn hafði 11, Jafnaðarmenn 6 og Sambandsmenn 6 þingmenn). Lögþingið samþykkti því ekkert stjórnskipunarfrumvarp, þótt það væri til þess kosið. Um afstöðu flokkanna er það að segja, að Sambandsflokkurinn vildi hverfa sem skjótast aftur í gömlu amtsstöðuna, Jafnaðarmenn lögðu fram frurn- varp að samningsgrundvelli við Dani, en Fólkaflokkurinn kom ekki fram með neinar tillögur. Sumir höfðu ef til vill vænzt samkomulags milli Fólkaflokksins og Jafnaöarmanna um stjórnskipunarmálið, en

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.