Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 20
258 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR úr því varð ekki, og mun varla hafa verið reynt, hvernig sem á því kann að hafa staðið. Nefndin sem kosin var fór nú til Kaupmannahafnar í janúar þ. á. og var rúma tvo mánuði í burtu. Enginn árangur varð af þessari ferð annar en sá, að danska stjórnin lagði fram tillögur sínar í stjórnskipunarmálinu. Meginatriði þeirra var það, að hin gamla ríkisréttarstaða Færeyja (amtsstaðan) skyldi haldast, Færeyjar skyldu vera hluti hins danska ríkis, en hafa takmarkaða sjálfstjórn í ýmsum smærri málum. Jafnframt lýsti danska stjórnin því yfir, að ef Færeyingar vildu pólitískan skilnað Færeyja og Danmerkur og fullt sjálfstæði Færeyingum til handa (þ. e. stofnun færeysks ríkis), mundi hún veita þessum óskum fullt samþykki. í þessari mynd kom stjórnskipunarmálið aftur fyrir Lögþingið og var þar til umræðu í apríl og maí þ. á. Lögþinginu tókst þó ekki að afgreiða málið í þetta sinn fremur en haustinu áður. Ekkert stjórnskipunarfrumvarp var samþykkt nú frekar en fyrr. Allir flokk- ar lögðu nú fram frumvörp að grundvelli nýrra samninga við dönsku stjórnina. Frumvörp Jafnaðarmanna og Sambandsmanna fóru mjög nærri tillögum dönsku stjórnarinnar, en frumvarp Fólka- flokksins var miklu róttækara. 011 frumvörpin voru felld. Lögþingið var ekki fært um að afgreiða stj órnskipunarmálið. En eitthvað varð að gera. í fyrrasumar hafði Sambandsflokkur- inn þegar rætt um þjóðaratkvæði, og í Kaupmannahöfn höfðu Danir haft það við orð — þó helzt sem síðasta þátt í afgreiðslu málsins. Þessa leið kaus nú Lögþingið — þegar í stað. Um þetta voru allir flokkar sammála, en um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar urðu þeir ekki á eitt sáttir. Fólkaflokkurinn vildi láta leggja fjórar spurn- ingar fyrir kjósendur: 1) Viljið þér að stjórnskipun Færeyja fram- vegis sé nær ástandinu fyrir 9. apríl 1940 en í danska stjórnskip- unarfrumvarpinu? 2) Viljið þér að danska stjórnskipunarfrumvarp- ið öðlist gildi? 3) Viljið þér að stjórnskipun Færeyja framvegis sé frjálsari en í danska stjórnskipunarfrumvarpinu? 4) Viljið þér skilnað Færeyja og Danmerkur? — Sambandsmenn og Jafnaðar- menn vildu hins vegar aðeins láta greiða atkvæði um 2. og 4. spurn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.