Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 30
268 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og á að þessu leyti sammerkt við „lýðræðið“ í borgríkjum Forn- Grikklands, sem var ekki annað en lýðræði þrælaeigendanna sín á milli. Munurinn er einkum sá, að í borgaralýðræðisþjóðfélaginu hefur alþýðunni tekizt í harðri baráttu að knýja fram sér til handa ýmiss konar lýðréttindi, þó að ákaflega mikið skorti á, að hún njóti fullréttis. Þetta yfirstéttarlýðræði birtist í sérstaklega blekkjandi formi, þar sem er flokkafyrirkomulagið í borgaraþjóðfélaginu, sem hefur valdið meiri hugtakaruglingi um eðli raunverulegs lýðræðis en flestir aðrir hlutir. í hverju slíku þjóðfélagi sjá menn fyrir sér marga stjórnmálaflokka, sem heyja hina pólitísku baráttu, hver með sín málgögn og skipulagstæki. Hér láta menn yfirleitt blekkjast af formi og yfirskini hlutanna. Fljótt á litið gæti virzt sem hér væri að ræða um mismunandi höfuðstefnur í stjórnmálum jafnmargar stjórnmálaflokkunum, þessar stefnur hefðu allar sams konar skilyrði til að koma sér á framfæri og það hlyti að fara eingöngu eftir frjálsu vali þjóðarviljans, hverjar bæru sigur úr býtum. Þannig er þessu lýst af formælendum stéttaþjóðfélagsins. En eins og áður hefur verið lýst, er hér einungis um tvær höfuðstefnur að ræða, auðvaldsstefnu og sósíalisma, og megineðli borgaralýðræðislegrar flokkaskipunar kæmi fullskýrt í ljós, þó að hvor um sig ætti sér ekki nema einn stjórnmálaflokk að fulltrúa í hverju þjóðfélagi. Um þjóðfélagsmálaþekkingu þeirra manna, sem ímynda sér, að borgaralýðræðið sé raunverulegt lýðræði, má í rauninni segja, að hún sé á svipuðu stigi og landfræðiþekking þeirra miðaldamanna, sem héldu, að jörðin væri eins og flatkringla í laginu. Eins og frum- stæðri athugun virðist jörðin flöt, svo getur borgaralýðræðið að vísu virzt raunverulegt eftir ásýnd þess og yfirskini að dæma. En hvort tveggja er jafnmikil missýning. Vitneskjan um hnattmyndun jarðar er nú reyndar orðin almenningseign, af því að ekki er lengur til neinn flokkur manna, er hag hefði af því, að menn tryðu hinu, þó að fyrr á öldum teldist það að vísu til hættulegra skoðana, að jörðin væri ekki flatkringlumynduð, og kirkjan léti jafnvel brenna menn á báli fyrir slíka villutrú. Þekkingin á eðli lýðræðisins er hins vegar ennþá mjög fjarri því að vera almenningseign, vegna þess að til er aðili voldugri miklu en miðaldakirkjan, sem sé borgarastétt nútímans, handhafi hins efnahagslega og pólitíska valds í þjóðfélag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.