Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 34
272 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR grýlusaga svarar að vísu ágætlega tilgangi sínum, að ala á óttanum, þessari undirrót alls hins illa samkvæmt þúsund ára reynslu aust- rænnar lífsspeki jafnt sem nýjustu niðurstöðum vestrænna sálvís- inda, og hins vegar hatrinu, hinni myrkustu og meinlegustu allra mannlegra ástríðna. Aðferðin er einföld: Sannleikanum um fyrir- ætlanir kommúnista og hina sósíalísku þjóðfélagstilraun í Ráð- stjórnarríkjunum er umhverft í andstæðu sína, gert er illt úr góðu, ljótt úr fögru, logið úr sönnu, og þessi umskiptingur sannleikans síðan magnaður svartagaldri óttans og hatursins, þangað til fram er komin sú allsherjar vábeiða, sem á sér að vísu hvergi stað í veru- leikans heimi, en er einmitt þess vegna því áhrifameiri þjóðarfæla í höndum ófyrirleitinnar auðstéttar. Oss íslendinga hefur hið borgaralega vestræna lýðræði flutt aftur á djöflatrúar- og galdrabrennuöld á sviði stjórnmálamenningar. Með látlausum áróðurshamförum ár eftir ár, nótt og nýtan dag, hefur tekizt að æsa nokkurn hluta þjóðarinnar upp í haturmagnaðan sefa- sýkisótta við einhvern draug eða djöful, sem menn kunna að vísu enga skilgreiningu á, hafa einungis óljóslega á tilfinningunni, að sé með einhverjum dularfullum hætti tengdur hinu skelfilega Rúss- landi. Sleitulaust gengur áróðurskvörnin malandi í djöfuls nafni lygi og fölsun, blekking, hræðslu og hatur með þeim árangri, að jafnvel meðal Islendinga, þjóðarinnar sem barðist fyrir frelsi sínu um nærfellt sjö alda skeið, kúguð undir ánauðaroki erlends valds, er nú þegar á öðru ári eftir endurheimt fullveldisins kominn upp trúartrylltur söfnuður hinna hræddu og hatandi, sem er þess albúinn að varpa frelsi Iandsins í gin harðsvíraðasta auðvaldsríkis veraldar, — albúinn að fremja sjálfsmorð af ímynduðum ótta við dauðann. Er hér ekki dásamlegur vitnisburður um þá stjórnmálamenningu, sem sprettur upp úr jarðvegi hins vestræna borgaralýðræðis? Þess er að vísu skylt að geta um þá auðborgarastétt, sem hér stendur á bak við, að henni ganga djúpstæðari hvatir til, „því budd- unnar lífæð í brjóstinu slær“, og fyrir frelsi Islands má fá pen- inga, — dollara. „Og föðurlandsást þeirra fyrst um það spyr, hve fémikill gripur hún yrði, því nú selst á þúsundir þetta, sem fyrr var þrjátíu peninga virði“. Fyrir frelsi Islands hefði líka verið hægt að fá ríkismörk þýzk, pólitískt jafnvel ennþá tryggari gjaldmiðil,

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.