Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 36
274 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vísu engin nýjung, að yfirstétt selji landsréttindi þjóðar sinnar fyrir stéttarforréttindi sjálfrar sín. En „þér finnst þá, ef til vill, þeim fari það verr um frelsið svo hjartnæmt að tala“. Eða þá liitt, er þeir lýsa svo fjálglega sinni óviðjafnanlegu lýðræðisást. Og sést hér ekki sí- gilt dæmi um þá hryllilegu viðurstyggð hræsninnar, sem einkennir meginhlutann af þessu eilífa lýðræðisskrumi hinna borgaralegu stjórnmálaflokka og málgagna þeirra? Annar ávöxtur af þessum ósanninda-, hræðslu- og hatursáróðri borgaralýðræðisflokkanna er sú hugarfarsspilling, sem nú er að verða ískyggilegt tímanna tákn, ekki sízt hér á landi. Hver kannast ekki við hugarfar hinnar fínu Reykjavíkurfrúar, sem sagði, að það ætti að taka alla kommúnista og steikja yfir hægum eldi, eða hins góða borgara, sem kvað rétt að drepa alla Rússa með kjarnorku- sprengjum? Frúin og borgarinn eru pólitísk afkvæmi Morgunhlaðsins, Vísis, Tírnans og Alþýðublaðsins, og hið athyglisverða er, að þau reynast nákvæmlega sama sinnis og það fólk, sem lyfti Hitler í valdastólinn. Pólitískt viðurværi frúarinnar og borgarans hefur árum saman verið mestmegnis kommúnistahatur og Rússlandsníð, einmitt það sem Göbbels ráðherra miðlaði sínu fólki, þá hann lifði. Og hið ísjár- verða er það, að frúin og borgarinn eru engin eins dæmi. Þau eru fulltrúar fyrir býsna fjölmennan hóp lítilsigldra og yfirleitt fremur fátæklega gefinna sálna, sem skortir bæði gagnrýni og siðferðis- gáfu til að sjá við slíkum áróðri. Hræðslan og hatrið, sem verið er að rækta í hugum þessa fólks, birtist á vissu stigi í mynd frum- stæðrar grimmdar í ætt við blóð og mold af þeirri tegund, sem orðið hefur afleiðing fasistastefnunnar til dæmis í Þýzkalandi og á Spáni, og þessi hugarfarsfasismi getur, hvenær sem ræktendum hans þykir tímabært, breytzt í fasisma athafnarinnar, þar sem menn eru steiktir á eldi í raun og veru og sprengjum varpað yfir höfuð þeirra. * í sérstaklega afkáralegri og þó ískyggilegri mynd hafa þessir ávextir hins vestræna borgaralýðræðis birzt hér á landi að undan- förnu, þar sem er „utanríkismálastefna“ íslenzkrar auðborgarastétt- ar túlkuð og fram borin einum rómi af öllum hennar málgögnum,

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.