Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 39
LÝÐRÆÐI 277 mætti verða undirbúningsstöð slíkrar árásar. Ekki virðast þessir frómhjörtuðu æskjendur nýrrar styrjaldar láta það á sig fá, þó að þeir kynnu með þessu að gerast meðsekir um gereyðingu stórborga og morð milljóna á fáeinum dögum eða klukkustundum. Hins vegar er það að athuga, að enginn getur átt það víst, að Bandaríkjamenn eða Engilsaxar séu hinir einu vitendur leyndarmálsins um kjarn- orkusprengjuna, en ef svo skyldi ekki reynast, þá er víst, að Reykja- vík yrði fyrsta kjarnorkuskotmark þeirrar þjóðar, sem ráðizt yrði á héðan af landi, er hún snerist sjálf til varnar. Það má vona sem betur fer, að svona muni ekki fara. En vel gæti þetta orðið árang- urinn af þeirri hugarfarsstefnu, sem flokkar og málgögn hins vest- ræna borgaralýðræðis á íslandi hafa verið að rækta meðal fylgj- enda sinna að undanförnu, og af hugarfarinu skuluð þér þekkja lýðræðið, hvers eðlis það er. Misbeiting lýðfrelsisins Sú margháttaða stjórnmála- og siðferðisspilling, sem gerð hefur verið að umræðuefni hér á undan, er óumflýjanleg fylgja borgara- lýðræðisins, — auðvitað ekki afleiðing lýðréttindanna sjálfra, held- ur misbeitingar þessara réttinda af hálfu yfirstéttarinnar og áróð- ursgagna hennar.* Þegar rætt er um frelsi einstaklingsins sem þjóðfélagshugsjón, þá er auðvitað ekki átt við frelsi hans til að fremja ofbeldi á samborg- urum sínum, svíkja, stela, myrða menn og svo framvegis, heldur * Hér skal því engan veginn haldið fram um fulltrúa sósíalismans, að þeir geri sig aldrei seka um óvandaðan málflutning í stjórnmálabaráttunni. En eng- inn, sem vill viðhafa sanngirni, getur lagt sök þeirra í þessu efni til jafns við sök hinna borgaralegu áróðursmanna. Það kann að vera, að munurinn sé ekki ýkja mikill, þegar um einstök málefni dægurpólitíkurinnar er að ræða. Stjórn- málaflokkur, sem tekur þátt í hinni borgaralegu þingræðisbaráttu, kemst lík- lega ekki með öllu hjá því að markast af þeirri óráðvendni í baráttuháttum, sem hana einkennir. Því verður þó með engu móti neitað, að það eru fulltrúar borgarastéttarinnar, sem völlinn hasla og alla forgöngu hafa í þessu efni og bera því siðferðisábyrgð á hinni borgaralýðræðislegu stjórnmálaspillingu. Sið- ferðisábyrgð þeirra staðfestist enn fremur af þeirri staðreynd, að sjálfir telja þeir þetta stjórnmálaskipulag harla gott og róma jafnvel þetta form þingræðis- baráttunnar sem hina æðstu siðferðisfyrirmynd pólitískrar baráttu, þar sem

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.