Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 42
280 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR öllu er þó það, að þetta stjórnmálaskipulag skuli vera rómað og veg- samað sem hið háleitasta og fullkomnasta, er hugsanlegt sé. Raunar er ljóst, að réttindi slík sem málfrelsi og ritfrelsi væru stj órnmálaflokkum borgarastéttarinnar og málgögnum einskis virði, ef þau mættu ekki misbeita þeim, hagnýta þau í hinum neikvæða tilgangi. Borgaralýðræði, þar sem þessum réttindum væri aldrei misbeitt, þar sem þau væru aðeins hagnýtt í jákvæðum tilgangi, væri ekki hugsanlegt nema sem bráðabirgðafyrirbæri, er hlyti að þróast hraðbyri til hins sósíalíska lýðræðis. Af áður gerðum samanburði á hinum borgaralýðræðislegu á- róðursmönnum og sakamönnum þeim, sem hegningarlögin brjóta, gæti virzt sem ekki þyrfti annað til að vernda þjóðfélagið fyrir andlegri stigamennsku áróðursmannanna en lögleiða fyrirkomulag, þar sem þeim væri lögð á herðar ábyrgð til jafns við frelsi það, er þeir njóta, en látið varða viðurlögum, ef þeir misbeittu frelsinu samt sem áður. Slíkt fyrirkomulag væri að vísu fyllilega réttmætt, en hins vegar er augljóst, að borgarastéttin, sem völdin hefur í. þjóðfélaginu, þar með talið löggjafarvaldið, mundi aldrei fara að setja sjálfri sér slík lög, er hlytu að kippa grunninum undan þjóð- félagsvöldum hennar á skömmum tíma. í sósíalísku ríki, sem ekki þyrfti að verjast fjandsamlegum auðvaldsríkjum, væri engin nauð- syn slíkra ráðstafana umfram venjulega meiðyrðalöggjöf og því- umlíkt, með því að þar hefði enginn flokkur manna hag af skipu- lagðri misbeitingu málfrelsis eða ritfrelsis. I Ráðstjórnarríkjunum, þar sem auðvaldið er úr sögunni, eru naumast í gildi aðrar hömlur í þessu efni en þær, sem nauðsynlegar eru til að hindra, að aðiljar eins og hinar erlendu einokunarfréttastofnanir, sem fyrr eru nefnd- ar, og erindrekar þeirra geti flutt inn í landið eða út úr því ósannar og skaðsamlegar fregnir til birtingar. Svipuðu máli er að gegna um hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu, þar sem valdi slíkra afturhaldsafla sem gósseigenda og auðhringa hefur verið hnekkt að miklu leyti. Ut af þessum sjálfsögðu menningarráðstöfunum hafa hin vestrænu borgaralýðræðismálgögn upphafið mikið Ramakvein, talað um ósæmilega ritskoðun, skerðingu á blaðamannafrelsinu og svo framvegis, líkast því að bófafélögin í Chicago og New York hæfu upp raust sína full vandlætingar út af óbilgirni lögreglunnar,

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.