Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 45
LÝÐRÆÐl 283 en langt um líður. þoka fyrir annarri, siðferðislega ennþá háleitari arðskiptingarreglu, grundvallarreglu kommúnismans, sem hljóðar svo: Meim starji ejtir hœjileikum sínum og beri úr býtum eftir þörfum sínum. Efnahagslýðræði í slíku þjóðfélagi er fullkomið, þar eð hags- munastreita sú, sem stéttaþjóðfélagið einkennir, er úr sögunni með hvarfi hagsinunastéttanna sjálfra. En þetta fullkomna efnahagslýð- ræði er hins vegar trygging þess, að það stjórnmálalýðræði, sem upp af því vex, verði raunverulegt, en ekki formsatriði að meira eða minna leyti. Til dæmis er það, að þetta lýðræði verður ekki eingöngu fólgið í því, að lýðnum gefist þess kostur á fjögra eða fimm ára fresti að kjósa sér fulltrúa til að stjórna fyrir sig. Sósíal- ískt lýðræði tryggir þegnunum í mörgum greinum beina hlutdeild í stjórn málanna og hefur í því efni til að bera það einkenni, sem var höfuðkostur fornaldarlýðræðisins, að því leyti sem það verð- skuldar lýðræðisheitið, en er borgaralýðræðinu framandi að mestu leyti. Til dæmis kemur hér til greina mjög víðtækt vinnustöðvalýð- ræði, sem er í því fólgið, að verkamenn og starfsmenn fyrirtækis, hvort sem um er að ræða verksmiðju, samyrkjubú eða annað, munu eiga þess kost að hafa hönd í bagga um rekstur fyrirtækisins, kveða á um starfsskilyrði, bera fram gagnrýni á stjórn fyrirtækisins eða kjósa aðra nýja, ef þessi reynist ekki hlutverki sínu vaxin. Enn fremur er það, að félagsleg hagsmunamálefni alþýðunnar munu verða rækt af samtökum hennar sjálfrar, verklýðs- og starfsmanna- félögum, sem þurfa nú ekki framar að gegna því hlutverki að heyja hagsmunabaráttu við fjandsamlega yfirstétt og geta því ein- beitt allri starfsorku sinni til þess að efla hag allrar alþýðu í efna- hags-, þjóðfélags- og menningarmálum. Þessi félög munu ráða fyrir- komulagi og framkvæmd allra þjóðfélagstrygginga, það mun verða hlutverk þeirra að koma upp hvíldarheimilum, bókasöfnum, fræðslu- stofnunum og menningarstöðvum hvers konar og svo framvegis. Það þarf ekki að taka fram, að í sósíalísku þjóðfélagi getur aldrei átt sér stað neitt það, er líkist gyðingaofsóknum þeim, sem tíðkazt hafa til dæmis í Þýzkalandi, eða svertingjaofsóknum þeim, sem tíðk- ast ennþá í Bandaríkjunum. Þar getur aldrei átt sér stað neins kon- ar misrétti þjóða, kynflokka eða trúarflokka né heldur réttindamun-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.