Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 47
LÝÐRÆÐI 285 ræði eru tveir hlutir óaðskiljanlegir, með því að hugtakið sósíal- ismi felur beinlínis í sér hugtakið lýðræði, — raunverulegt lýðræði, sósíalískt lýðræði. Þegar sumir menn ímynda sér, að sósíalismi sé eingöngu hagfræðilegt hugtak nokkurn veginn óháð pólitískum, félagslegum og menningarlegum háttum þjóðfélagsins, þegar þessir menn gera sér í hugarlund, að samfara þessu svokallaða sósíalíska hagkerfi geti þróazt einræðisstjornarfar, ef svo vilji verkast, eigi síður en lýðræðisskipulag, þá opinbera þeir einungis þau sannindi, að þeir hafa aldrei botnað neitt í hugtökunum lýðræði og sósíal- ismi. Hið lýðræðislega hagkerfi sósíalismans hlýtur að sjálfsögðu að þróa með sér lýðræðislega þjóðfélagsháttu í pólitískum, félags- legum og menningarlegum efnum, með því að hvers konar alræðis- eða einræðisskipulag í þeim efnum á sér að síðustu efnahagslegar rætur, og eins er augljóst, að raunverulegt pólitískt, félagslegt og menningarlegt lýðræði getur ekki svifið í lausu lofti án efnahagslegs lýðræðisgrundvallar, það er án fullkomins sósíalísks hagkerfis. Hug- lakið einræðislegur sósíalismi er jafnmikil fjarstæða sem lýðræðis- legt auðvaldsskipulag, ef menn meina yfirleitt eitthvað raunveru- legt með lýðræðishugtakinu. Sú staðreynd, að ekki er ennþá komið á fyllsta lýðræðisskipulag í Ráðstjórnarríkjunum (þó að þar ríki að vísu margfalt meira lýðræði en í nokkru auðvaldslandi) afsannar ekki þetta, heldur er hún einungis vitnisburður um þau eðlilegu sannindi, að sósíalisminn er þar ekki heldur fullþroskaður, enn sem komið er. -K Fyrr í þessari ritgerð hefur flokkakreddan verið tekin til nokk- urrar athugunar, það er sú ímyndun, að inntak raunverulegs lýð- ræðis sé tilvist andstæðra stjórnmálaflokka, er berjist um völdin með öllum þeim tækjum, sem mönnum eru kunn úr pólitískri bar- áttu borgaralýðræðisríkjanna, — ósannindum, fölsunum, blekk- ingum og öðrum vopnum hins andlega ofbeldis. Gerð var grein fyrir þeim sannindum, að því fer svo fjarri, að slík flokkabarátta sé inntak hins sanna lýðræðis, að raunverulegt lýðræði er bein- línis óhugsandi, á meðan hún á sér stað. Sú kenning, að flokka- baráttan, svo sem hún er háð á vettvangi borgaralýðræðisins, sé

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.