Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 51
LÝÐRÆÐI 289 sprettur. Með brotthvarfi stéttabaráttu og flokkastreitu er hins vegar úr sögunni öll sú gegndarlausa stjórnmálaspilling, sem áður er lýst, allt hið andlega ofbeldi, ósanninda-, falsana- og blekkingaáróðurinn, hin skipulagða spilling hugarfarsins, sem auðkennir stjórnmála- starfsemi borgaralýðræðisins. Og þar með er nú mannkyninu opnuð Ieið frjálsrar, eðlilegrar þróunar til æðra siðgæðis, leið sem er því lokuð, á meðan auðvalds- skipulag er í gildi, leið hins sósíalíska lýðræðis, frelsis, jafnréttis og bræðralags. Eftir að sósíalismi er kominn á um öll lönd jarðar, mun mannkynið taka meiri framförum í alhliða siðgæðisþroska á fáeinum mannsöldrum en jafnmörgum árþúsundum áður. Á tiltölu- legg skömmum tíma mun því takast að vinna upp það, hversu sið- gæðisþróun þess er orðin aftur úr þróun vísinda og tækni. Vitneskju sinni og verklegri kunnáttu mun maðurinn þá ekki framar beita náunga sínum til tjóns og tortímingar, heldur mun hún eingöngu verða hagnýtt samfélaginu í heild og sérhverjum af þegnum þess til þroska og blessunar. Þegar þróun þjóðfélagsins er svo langt á veg komið, að öll grein- ing í hagsmunastéttir er gersamlega út þurrkuð, tekur ríkið sjálft að deyja út, vegna þess að þá verður æ minni þörf sérstaks ríkis- valds. Algert afnám ríkisvaldsins, — það er hin mikla lýðræðishug- sjón sósíalismans, er framkvæmd mun verða að fullu á hinu síðara og æðra stigi sameignarþjóðfélagsins, félagsþróunarstigi komm- únismans. Þessi staðreynd kemur að vísu lítt heim við þá lýsingu borgaralegra áróðursmanna, að hin sósíalíska samfélagshugsjón sé einhver allsherjar ríkisvél, gífurlegt bákn, þar sem þegnarnir yrðu gerðir að sálarlausum snúðum og snældum, gersneyddir öllu sjálf- ræði og einstaklingseðli, dæmdir til að þjóna annarlegu og óper- sónulegu kúgunarvaldi, en sú lýsing, sem á raunar furðuvel við um stöðu verkamannsins gagnvart auðvaldsstóriðju nútímans, er eigi að síður eins fjarri því og verið getur að eiga nokkuð skylt við sam- félagshugsj ón sósíalismans. Um þessa fölsun borgaralegra áróðurs- manna á reyndar hið sama við sem um flestar aðrar falsanir þeirra á kenningum sósíalismans, að til grundvallar eru lagðar ákveðnar, óvefengjanlegar staðreyndir, en þær síðan mistúlkaðar á ýmsan veg eftir þeim áróðursþörfum, sem um er að ræða hverju sinni, þannig

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.