Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 53
LÝÐRÆÐI 291 „í þjóðfélagi kommúnismans, þar sem valdi auðmanna er að fullu hnekkt og auðmannastéttin sjálf úr sögunni, þar sem yfirleitt eru ekki framar til neinar stéttir (það er að segja, þar sem ekki er lengur neinn munur á þegnum þjóðfélagsins, að því er varðar afstöðu þeirra til hinna félagslegu framleiðslutækja) — þá, en ekki fyrr, hættir ríkið að vera til, þá, en ekki fyrr, getur orðið um raunveru- legt frelsi að ræða. Þá, en ekki fyrr, getur lýðræði átt sér stað, raun- verulega algert lýðræði án nokkurra undantekninga. Og þá tekur loks lýðræðið sjálft að deyja út af þeirri einföldu ástæðu, að menn- irnir, sem leystir hafa verið undan þrældómsoki auðvaldsins, liinu grimmdarfulla, hrottalega, vitsneydda og viðurstyggilega arðráni þess í óteljandi myndum, munu smám saman venjast á að framfylgja þeim frumreglum mannlegs samfélagslífs, sem kunnar eru frá fornu fari og endurteknar hafa verið árþúsundum saman, og það án vald- beitingar eða undirgefni og án þess sérstaka þvingunartækis, sem nefnist ríki“. Þegar Lenín ræðir hér um útdauða lýðræðisins, ber það auðvitað ekki svo að skilja, að við muni taka nýtt alræðis- eða kúgunarskipu- lag, heldur á hann við það, að þar sem borgaralýðræði, sósíalískt lýðræði og svo framvegis eru nöfn á tilsvarandi ríkisskipunarhátt- um, getur í rauninni ekki orðið um neitt sérstakt lýðræði að tala, eftir að ríkið er úr sögunni, en það merkir, að fram er komið J)jóð- félagsform, sem felur í sér fulla einingu einstaklingsfrelsis og sam- félagshyggju, — einingu, sem getur átt sér stað vegna þess félags- lega siðgæðisþroska, er þróast mun með mannkyninu, eftir að stétta- skipting þjóðfélagsins er afmáð og meginundirrótum sérgæzku og samkeppnishyggju þar með útrýmt að fullu. Þar með er á þessum hnetti stofnsett það þúsund ára ríki frelsis, jafnréttis og bræðralags, sem mannkynið hefur dreymt um frá alda öðli. Með því er auðvitað ekki sagt, að þjóðfélagsþróun mannkyns- ins sé lokið, en um það, hvernig þeirri framtíðarþróun muni verða háttað í einstökum atriðum, getum vér að sjálfsögðu ekkert fullyrt á þessu stigi Jjróunarinnar.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.