Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 57
KAJ MUNK 295 stjórnmálamaður. En hann var framar öllu einlægur og ákaflyndur maður. Lífið var honum að flytja boðskap — sumpart af leiksviði, sumpart úr prédikunarstól, og þaðan vildi hann helzt ná til allrar Danmerkur. Boðskapur hans átti rót sína að rekja til mannlegs eðlis, og frá því sjónarmiði átti Kaj Munk alltaf eitthvað ósagt. Honum var boðskapurinn lífsskilyrði, og það skipti hann minna máli, hvort það sem hann boðaði væri eins skýrt og æskilegt var eða yrði stund- um nokkuð grautarlegt. Hann var á lífi og sál háður leiklistinni, þessari list, sem kölluð hefur verið athöfn undir stjórn viljans. 1 bókinni „Foraaret saa sagte kommer“ hefur Kaj Munk sagt frá ævi sinni frá því að hann lá í móðurkviði — meira að segja frá því að hann var aðeins hugmynd í heila föður síns — og þangað til hann tókst ferð á hendur frá Vedersö við Norðursjóinn heim til aldraðra fósturforeldra sinna á Lálandi til þess að segja þeim, að Konunglega leikhúsið hefði tekið fyrsta leikrit hans til sýningar. Bókin er samin í þeim impressíónistiska og dálítið málgefna en bráð- lifandi stíl, sem skáldinu var tamur, og hún segir okkur frá því, hvernig Kaj Munk varð að þessum hvikula og ákaflynda manni, sem á heilögum stundum innblástursins gekk svo fúslega á vald þess, sem lifði og hrærðist kringum hann. Bókin er góð heimild til skiln- ings ekki aðeins á persónu skáldsins, heldur og á leikritum hans og öðrum verkum. Auk þess er það einkennilegt um bókina, að hún hefði sennilega ekki verið samin, hefði ekki framtakssamt útgáfu- fyrirtæki notað sér hann Þjóðverja gegn opinberri starfsemi skálds- ins í ræðu og riti til þess að fá Kaj Munk til að rita endurminningar sínar, þó að hann væri að allra dómi of ungur til þess, og að eigin sögn hefði honum ekki gefizt tími til þess að öðrum kosti. Formáli bókarinnar er áhrifamikill, næstum skyggn: „Enginn verður skotinn í þessari bók. Það heyrist ekki einu sinni hvellur í vélbyssu. Að því leyti ætti ég að afsaka, að ég læt hana frá mér fara . . . í raun og veru á enginn að rita endurminningar fyrr en um áttrætt. Þá er bæði minnið þrotið og þeir látnir, sem annars mundu fyrtast. Hvorttveggja gerir mann óháðari. Ástæðan til þess að ég rita nú endurminningar mínar þvert ofan í allar áætlanir og áform er þessi: Eyðan verður fyllt, er tækifæri gefst, lesendur góðir . . .“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.