Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 66
304 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Frá blautu barnsbeini hafði hann aldrei getað sætt sig við dauð- ann, honum hafði fundizt, að hægt ætti að vera að sigrast á honum með trúnni. Hann hafði trúað því, þegar liann var barn, að hann gæti vakið mann upp frá dauðum með bænum sínum, og í „Orðinu“ gerist þetta kraftaverk á leiksviðinu. í ritferli Kaj Munks verður ekki gengið fram hjá kvæðum hans og blaðamennsku. Kvæði hans eru stundum helzt til bragðdauf, og orðaval hans spillir oft góðum hugmyndum. Ljóð hans eru sjaldan hljómþýð; enda þótt honum takist oft að ná stílsvip liðinna alda, brestur liann stundum þann skilning á tímabundnu gildi orðanna, sem þurft hefði til þess að kvæðin yrðu sjálfum sér samkvæm og hafin yfir form stælingarinnar. í þessu er þó einnig greinileg sú viðleitni hans að koma lesendum á óvart. Bezt og heilsteyptust eru vafalaust kvæði hans um mánuði ársins, sem fyrst voru prentuð í „Berlingske Tidende“, en síðan safnað saman í bókinni „Navigare necesse“. Eins tókst honum oft vel, þegar hann orti handa börnum, en þau voru honum kærust allra lesenda. Til blaðamennsku hafði Kaj Munk mikla yfirburði til brunns að bera; honum var ákaflega létt um að skrifa, og andagift hans var mikil, en skoðanir hans og sjónarmið báru oft vott um fljótfærni. Kaj Munk gat orðið leiftrandi af áhuga, og þessi hæfileiki naut sín til fulls í blaðamennsku hans, en hann var grunnfær og auðhrifinn. Ferðabréf hans frá Þýzkalandi og aðdáun hans á Hitler og Musso- lini eru dægurflugur, sem varla eru þess um komnar að setja blett á ritgerðasafn hans „Himmel og Jord“, — eitthvert fjölbreyttasta rit- safn sem nokkur Dani hefur gefið út nú á tímum. Bókin er safn blaðagreina, og þar er glímt við allt milli himins og jarðar, greinar um angist Lúters og dönsku sundmeyna Jenny Kammersgaard, „Lofsöngur til danskrar veðráttu“ og „Danskur sálmur“, „Um frumsýninguna á „En Idealist“ og „Lette Bölge, naar du blaaner“, lýsing á harmkvælum sjóveikinnar, sem tæpast hefur verið gerð af meiri snilld á danska tungu. Sumt af smásögum hans og rissum er með snilldarbrag, og veiðilýsingar hans eru ágætar. í þeim er eins og Kaj Munk fari með lesandann við hönd sér út á bersvæði, með stúdentshúfu á höfði og byssu um öxl, og hleypi af á báða bóga.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.