Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 76
314 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — GóSan daginn. — GóSan dag, svaraSi maSurinn, en hélt áfram aS nagga í grjótiS. — Gott er veSriS, sagSi Einar. — Já, sagSi maSurinn. — EruS þér aS vinna, spurSi Einar og reyndi aS finna einhvern grundvöll samræSu. — Vinna, endurtók karlinn, og dangl hans í grjótiS varS mátt- lausara. Ég hef alltaf unniS. — Já, þaS er nú svo, sagSi Einar hóglátlega. En hvaS er þaS þá, sem þér vinniS aS. — 0, ég veit þaS ekki, sagSi karlinn viSutan og smáhætti aS pjakka. Þau sáu, þegar hann leit upp, aS augun voru vatnsblá og upplituS. Hann starSi á þau nokkur augnablik og hélt um spýtuna, síSan sagSi hann: — Helena hefur sent ykkur. — Nei, sagSi Einar, viS þekkjum ekki Helenu. En þaS var eins og hann tortryggSi þau, því hann hélt áfram aS stara á þau. — ViS segjum alveg satt, greip frúin þá fram í; svei mér þá. ViS þekkjum ekki Helenu. — Jæja þá, sagSi karlinn hjárænulega og bjóst til aS hefja starf- iS aS nýju. En Einar vildi ekki skeyta um áhuga mannsins fyrir vinnunni, hann sagSi: — Já, ég sé aS þér hafiS merkt grjótiS hérna — rúnum, og hann brosti af ánægju yfir þessu hjá sér aS kalla þetta óskiljanlega pírumpár og rispur, sem karlinn hafSi gert á grjótiS, rúnir. Karlinn fylgdi augum hans og leit í kringum sig á steinana, og þaS brá fyrir brosi í slokknuSu andlitinu. En svo ókyrrSist hann aftur. Hann vildi sýnilega umfram allt halda áfram viS iSju sína, vinna meira og meira, áfram, áfram, og láta ekkert trufla sig. Þó var eins og eitthvaS berSist í honum. Hann sagSi: — Getur fólkiS sagt mér, hvort klukkan er orSin fjögur. — Fjögur? endurtók Einar hvumsa. Nei, sagSi hann snöggt og leit síSan á úriS.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.