Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 77
MIKIÐ VOÐALEGA Á FÓLKIÐ BÁGT 315 — Klukkuna vantar nákvæmlega átján mínútur í þrjú. Karlinn brosti nú mjög greinilega til þeirra, en brosið var líkara misheppnaðri grettu, því hver dráttur og svipur andlitsins var gjör- samlega máður og augun hol og upplituð. Það var eins og að grafa upp lík, sem legið hefur lengi í jörðu. Hjónin virtu hann fyrir sér, þar sem hann stóð og reyndi að brosa til þeirra, og á klöppunum og steinunum í kringum hann voru þessi tákn hans, ruglingsleg og illa gerð. Sum táknin voru aðeins nokkur strik, önnur miklu margbrotnari, ótal strik og kross- ar, og það var greinilegt að hann hafði unnið að þeim lengi. Utan um stöku steina hafði hann líka sett ryðgaðar tunnugjarðir, nokk- urs konar kórónur. Það var allt jafn óhönduglegt. Konan þreif til manns síns og vildi toga hann burt, en hann bandaði henni frá sér. Hann varð að hugsa sig um. Hann mátti ekki láta þessa vitfirringu rugla sig í ríminu, fylla sig ókennilegum flökurleika. Hvers vegna, ætlaði hann að segja, en orðin fæddust andvana. Eins og það væri líka hægt að spyrja þennan aumingja, hvað hann meinti með þessu! Þvílík endemisvitleysa! Og karlinn var farinn á nýjan leik að dangla í grjótið. Konan flýtti sér að rífa upp súkkulaðipakkann, braut stóra plötu og sagði: — Má ekki bjóða yður súkkulaði? — Nei, takk, sagði karlinn. Hann snéri nú bakinu alveg að þeim. Það var kúpt eins og á kuðungi. — Gefðu honum peninga, hvíslaði hún hratt að manni sínum. — Heyrið mig, maður minn, sagði Einar, viljið þér ekki þiggja þetta af mér, og hann rétti horium tveggja krónu pening. En karl- inn hristi bara höfuðið, mæddur af þessari ágengni. Nokkur augnablik horfðu hjónin uppgefin á þennan sérvitring og vitleysing, sem ekkert vissi í sinn haus og engu vildi sinna, þenn- an fáráðling, upplitaðan af sól og regni, sem merkti þessa gráu steina og klappir einhverjum ruglingslegum táknum, sem ekkert vit var í. Þau gláptu á hann eins og eitthvert undur veraldar. Og þau reyndu að vorkenna honum. En það var ekki til neins að góna á

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.