Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 82
320 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að' alast upp, að finnast þetta undarlegar frásagnir og líkari því, að vera ætt- aðar úr heimi ævintýra en trúverðugra minninga. Fráfærur, flakkarar, huldu- fólk í klettum, illir andar í dýjum, mannýg naut sem vaða um sveitina berj- andisk og bölvandisk, hve þessi ytri og innri veruleiki er orðinn okkur fjar- lægur, horfinn langt að baki í mistur sögu og þjóðsagna. En því meira gaman ættu börnin að liafa af því að kynnast heimi afa og ömmu, og þeim er óhætt að hverfa inn í hann um stund við hönd Eyjólfs Guðmundssonar og vaka þar með honum ungum dreng þessar vorbjörtu nætur. Betri leiðsögumann getur ekki, né nærfærnari og alúðlegri sögumann, frásögn hans innileg og lifandi og málið hreint og ljóst en fjölskrúðugt um leið, kryddað skaftfellskum orðum. Bókin er prýðilega gefin út, með skýru letri á góðum pappír, og myndirnar eftir Atla Má eru vel gerðar og falla að efninu, eins og vera ber. Það er yfir- leitt ekkert út á þessa fallegu litlu bók að setja. Sn.H. VÍSNABÓKIN. Vísurnar valdi Símon Jóh. Ágústs- son. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Hlaðbúð. 1946. I þessari bók er safnað saman vísum og kvæðabrotum af margvíslegasta tagi: húsgöngum, þulum, barnagælum, gátum, og erindum eftir nafngreinda höfunda allt frá Agli Skallagrímssyni til núlifandi manna. Hugmyndin er ágæt og líkleg til mikilla vinsælda, enda er yfirleitt ekki nema gott eitt að segja um valið. Þar sem svo miklu er af að taka munu flestir alltaf sakna einhverra eftirlætis- erinda, og er ekki ástæða til að fást um það. Teikningarnar, sem eru á annarri hverri blaðsíðu og sumar með litum, eru bókinni mikil prýði. Margar þeirra — ekki sízt dýramyndirnar — eru bráðskemmtilegar, fullar af kímni og gaman- semi, en slíkt er alltof fátítt um íslenzkar bókamyndir. Bók eins og þessi er tvímælalaust hin þarfasta stoð í því að halda við kunn áttu íslenzkra barna í þeim fræðum sem öldum saman hafa verið merkilegur þáttur í uppeldi þeirra: vísum og þulum frá öllum tímum. Þarf því ekki að efa að bæði börn og foreldrar munu taka henni fegins hendi. Nokkurt vanda- mál er það um slíkt úrval sem þetta, að margt af því sem þar stendur er til í ýmsum gerðum, og verður þá smekksatriði hvað valið er, því að sjaldnast verður sagt með vissu hvað upphaflegast er. Enda veit ég að fleiri en ég kunna sitthvað úr bókinni á annan veg, og mun þeim lengstum þykja sín kunnátta betri. Þess má t. d. geta að sum erindin eru prentuð í annarri gerð í safni Einars Ól. Sveinssonar, Fagrar heyrði eg raddirnar, og finnst mér breytingar Vísnabókarinnar þar sjaldnast til bóta. Nokkrar smávillur hef ég rekizt á; lök- ust er sú sem stendur á 65. bls.: Pabba hné er klárinn minn, í st. f. kné. — Prentun og allur frágangur er ágætur, að því fráskildu að mér finnst litimir á sumum litmyndunum helzt til glannalegir. J. B.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.