Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 160
150
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sveina, við hönd sér og sýndi okkur til-
veruna frá nýjum og æðri sjónarhól.
Saga mannsandans, eins og próf. Ágúst
sagði okkur hana, braut af hugsun okk-
ar margan fjötur og beindi geisla þekk-
ingar inn í það rökkur, sem við afdala-
börn á hjara veraldar vorum borin í.
Nú er Saga mannsandans að koma
út á ný, stórum aukin og bætt. Eg drep
stuttlega á tvö fyrstu bindin, sem þegar
hafa birzt.
1. Forsaga manns og menningar.
Þetta bindi er nýtt, rækilegur inn-
gangur að verkinu öllu. Við gefum
höfundi sjálfum orðið:
„Það er nú tilgangur ritverks þessa,
sem nú birtist hér í annarri, aukinni
og breyttri útgáfu eftir því nær 40 ára
bil, að gefa Islendingum ofurlítið sýn-
ishorn af þessari vegferð mannsandans
frá fyrstu tíð og fram til loka 19. aldar.
Er þá eðlilegast að þræða sömu leið-
irnar og hann sjálfur hefur farið, byrja
á sögu trúarbragðanna frá elztu tíð,
rekja síðan sögu heimspekinnar, en
lýsa síðan að nokkru helztu sigurvinn-
ingum vísindanna" (bls. 7).
Bókin hefst á því, að þróunarkenn-
ingunni er teflt fram gegn sköpunar-
sögu biblíunnar. Síðan rekur höfundur
þróunarsögu jarðar og jarðlífs, sam-
kvæmt niðurstöðum jarðfræði og fom-
leifafræði. Skjótar en varir hefur hann
leitt okkur fram hjá hinum tröllauknu
skriðdýmm, sem froskarnir (sælend-
ingamir) gátu af sér (bls. 15), látið
okkur undrast óttalaust hið „sverð-
mynnta tigrisdýr-“ og bent okkur á hinn
sameiginlega forföður apa og manna,
„propliopithecus, sem uppi var á
Egyptalandi fyrir fjörutíu til fimmtíu
miljónum ára, en hann er mun líkari
manni en nokkur af hinum núlifandi
mannöpum“ (bls. 33). Eftir að lýst
hefur verið þróun frummannsins, frá
ármenninu (eoanthropus) til Kro-
magnonmannsins, hins eiginlega homo
sapiens, vizku gæddrar veru, snýr höf-
undur sér að upphafi menningar, eins
ög hún birtist í áhöldum, legstöðum og
híbýlum frá þessu tímabili. Gefa minj-
ar þessar allglögga hugmynd um það,
sem greinir mann frá dýri: hæfni hans
til þess að smíða verkfæri og hug-
myndaflug hans, sem kemur fram í
vaknandi listhneigð og trúarhugmynd-
um.
Allur síðari hluti bókarinnar fjallar
um trúarlífið og þróun þess frá frum-
stæðustu hugmyndum til helgisiða og
ódauðleikatrúar nútímamanna. Er hún
rakin allnákvæmlega í einstökum at-
riðum. Nú verða trúarhugmyndir og
trúrækni frummanna ekki raktar af
fornleifum nema að óverulegu leyti.
Höf. fylgir þekktu fordæmi, er hann
notar trúarhugmyndir frumstæðra nú-
lifandi þjóða sem heimild og dregur
af þeim hliðstæðuályktanir um trú
frummannsins. Hann bendir sjálfur
(bls. 81) á vafann, sem jafnan fylgir
slíkri aðferð. Sannleikurinn er sá, að
við vitum ekki, hvort „svonefndar villi-
þjóðir" hafa, eins og höf. segir, „staðn-
að í þróun sinni og standa því á
nokkurs konar andlegu steinaldar stigi“
(bls. 81). Vel mætti hugsa sér, að hér
væri um yngri stofna og annan þróun-
arhraða að ræða. En gerum ráð fyrir,
að „villiþjóðimar" væru endanlega
staðnaðar í þróun sinni; þá væri af
rökfræðilegum ástæðum menningarstig
þeirra ekki sambærilegt við menningu
frammannsins, sem var í framför og
sífelldri sköpun. Oft virðist svo sem