Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 104
310 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vörp, taka þátt í friðarþingum, né held- ur að halda fyrirlestra og skrifa ritgerð- ir. Það sem stendur í ávörpum friðar- þinganna túlka verk rithöfunda, ef þeir hafa hæfileika og samvizku, hvort sem þessi verk eru skrifuð á ensku, frönsku, þýzku eða rússnesku. í stefnuskránni sem samin var í París voru helztu atriðin þessi: eyðing stríðsóttans; virðing fyrir erlendum þjóðum og kynþáttum; réttur til frjáls vals; friðsamleg viðskipta- og menningartengsl. Hvemig hefur nú rithöfundum tekizt að túlka þessi atriði, oft áður en þau höfðu fengið fast forrn sem stefnuskrá. Við skulum byrja á Amado, Brasilíu- manninum sem skrifar á portúgölsku. Hvernig getum við skilið sál þjóðar af öðrum kynþætti og með öðrum lit? Hvemig getur æska okkar skilið að þjóð- félagsskipun sem byggist á arðráni í stað frjálsrar vinnu ber í sér stríðs- hættu? Amado gerir fulla grein fyrir þessu. Hann skýrir fyrir okkur hina hægu þróun frá frumstæðum vinnu- brögðum til fullkomnara og flóknara skipulags sem ameríska auðmagnið drottnar yfir. Við sjáum Brasilíuskóg mddan, kakaótré gróðursett. Ekki að- eins stríðsáróðurinn hefur verið hulinn fínni slæðu heldur einnig framleiðslu- hættirnir. En við lestur skáldsagna Am- ados lifir lesandinn baráttuna sem sam- keppnin kemur af stað, ágirnd og blekk- ingu tengt ást og hatri, morðum, iðmn, angist. Eftir að hafa lesið slíkar bækur getur enginn sagt: „Eg vissi það ekki.“ Hvað er það sem friðarsinnar, jafnó- líkir og Amado og Sjólókov, hafa sam- eiginlegt? Annar sýnir okkur frumstæð vinnubrögð sem nálgast að vera nýlendu- vinnubrögð, hinn sósíaliska vinnu, í upp- hafi nýs þjóðskipulags. Hjá Sjólokov er skógurinn ruddur í þágu þjóðfélagsins. Með hugrekki rnikils listamanns grefur hann fyrir rætur á mótsögnunum sem geta af sér framtíðina. Hann dregur fram höfuðatriðin. Við lestur skáldsagna sovéthöfunda skiljunt við betur hvað orðin „frjáls sósíalísk vinna“ merkja. Við skiljum hvernig stjórnarfar sem af- nemur gróða og kreppur hlýtur að vera hatað af þeim sem hafa arðránið að grundveRi auðs síns og eygja heill sína í striðinu. Amerikumaðurinn Howard Fast, sem hefur kynnzt fangelsum og dómstólum lands síns, vegna þess að hann er tals- maður friðarins, skýrir fyrir okkur í skáldsögunni Tom Paine vonir og von- hrigði þjóðar sinnar áður en yfirstéttin hafði fengið núverandi form með Wall Street og Marshalláætlun. Fast er rægð- ur fyrir löndum sínum, alveg eins og Tom Paine sem gegndi skyldu sinni í frelsisstríðinu og var síðan gerður útlæg- ur af þeim sem komu upp á yfirborðið að stríðinu loknu. í skáldsögum Fasts sjáum við upphaf liins borgaralega þjóðskipulags. I skáld- sögum Aragons sjáum við síðasta tíma- bil þessa borgaralega þjóðskiptdags í Vestur-Evrópu. I Kommúnistunum má segja að lesandinn endurlifi atburði þrettán síðustu ára. Hrun spánska lýð- veldisins, sem var forleikur þessa tíma- bils, myndar líka forleik skáldsögunnar. Lesandinn verður að endurlifa alla þessa atburði i samfylgd margskonar fólks. Hann endurlifir þá með þeim sem vilja aldrei skiljast við fortíðina; með þeim hálfvolgu; með þeim sem ekki geta losn- að úr fjötrum umhverfisins; með þeim sem kikna undan þunga atburðanna. En lesandinn fær líka að sjá hvað einkennir kommúnista. Hann sér kommúnista sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.