Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 104
310
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vörp, taka þátt í friðarþingum, né held-
ur að halda fyrirlestra og skrifa ritgerð-
ir. Það sem stendur í ávörpum friðar-
þinganna túlka verk rithöfunda, ef þeir
hafa hæfileika og samvizku, hvort sem
þessi verk eru skrifuð á ensku, frönsku,
þýzku eða rússnesku. í stefnuskránni
sem samin var í París voru helztu atriðin
þessi: eyðing stríðsóttans; virðing fyrir
erlendum þjóðum og kynþáttum; réttur
til frjáls vals; friðsamleg viðskipta- og
menningartengsl.
Hvemig hefur nú rithöfundum tekizt
að túlka þessi atriði, oft áður en þau
höfðu fengið fast forrn sem stefnuskrá.
Við skulum byrja á Amado, Brasilíu-
manninum sem skrifar á portúgölsku.
Hvernig getum við skilið sál þjóðar af
öðrum kynþætti og með öðrum lit?
Hvemig getur æska okkar skilið að þjóð-
félagsskipun sem byggist á arðráni í
stað frjálsrar vinnu ber í sér stríðs-
hættu? Amado gerir fulla grein fyrir
þessu. Hann skýrir fyrir okkur hina
hægu þróun frá frumstæðum vinnu-
brögðum til fullkomnara og flóknara
skipulags sem ameríska auðmagnið
drottnar yfir. Við sjáum Brasilíuskóg
mddan, kakaótré gróðursett. Ekki að-
eins stríðsáróðurinn hefur verið hulinn
fínni slæðu heldur einnig framleiðslu-
hættirnir. En við lestur skáldsagna Am-
ados lifir lesandinn baráttuna sem sam-
keppnin kemur af stað, ágirnd og blekk-
ingu tengt ást og hatri, morðum, iðmn,
angist. Eftir að hafa lesið slíkar bækur
getur enginn sagt: „Eg vissi það ekki.“
Hvað er það sem friðarsinnar, jafnó-
líkir og Amado og Sjólókov, hafa sam-
eiginlegt? Annar sýnir okkur frumstæð
vinnubrögð sem nálgast að vera nýlendu-
vinnubrögð, hinn sósíaliska vinnu, í upp-
hafi nýs þjóðskipulags. Hjá Sjólokov er
skógurinn ruddur í þágu þjóðfélagsins.
Með hugrekki rnikils listamanns grefur
hann fyrir rætur á mótsögnunum sem
geta af sér framtíðina. Hann dregur
fram höfuðatriðin. Við lestur skáldsagna
sovéthöfunda skiljunt við betur hvað
orðin „frjáls sósíalísk vinna“ merkja.
Við skiljum hvernig stjórnarfar sem af-
nemur gróða og kreppur hlýtur að vera
hatað af þeim sem hafa arðránið að
grundveRi auðs síns og eygja heill sína í
striðinu.
Amerikumaðurinn Howard Fast, sem
hefur kynnzt fangelsum og dómstólum
lands síns, vegna þess að hann er tals-
maður friðarins, skýrir fyrir okkur í
skáldsögunni Tom Paine vonir og von-
hrigði þjóðar sinnar áður en yfirstéttin
hafði fengið núverandi form með Wall
Street og Marshalláætlun. Fast er rægð-
ur fyrir löndum sínum, alveg eins og
Tom Paine sem gegndi skyldu sinni í
frelsisstríðinu og var síðan gerður útlæg-
ur af þeim sem komu upp á yfirborðið að
stríðinu loknu.
í skáldsögum Fasts sjáum við upphaf
liins borgaralega þjóðskipulags. I skáld-
sögum Aragons sjáum við síðasta tíma-
bil þessa borgaralega þjóðskiptdags í
Vestur-Evrópu. I Kommúnistunum má
segja að lesandinn endurlifi atburði
þrettán síðustu ára. Hrun spánska lýð-
veldisins, sem var forleikur þessa tíma-
bils, myndar líka forleik skáldsögunnar.
Lesandinn verður að endurlifa alla þessa
atburði i samfylgd margskonar fólks.
Hann endurlifir þá með þeim sem vilja
aldrei skiljast við fortíðina; með þeim
hálfvolgu; með þeim sem ekki geta losn-
að úr fjötrum umhverfisins; með þeim
sem kikna undan þunga atburðanna. En
lesandinn fær líka að sjá hvað einkennir
kommúnista. Hann sér kommúnista sem