Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 106
312 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jorge Amado kynntist þegar í bernsku h'finu á plantekrunum. Ilann dvaldist með plantekruverkamönnunum, brennd- um af sólskini, vaðandi í „hunangi kaka- ósins“, gulnuðum af mýrarköldu. Þessir menn bafa ekki tíma til að láta sig dreyma, ekki tíma til að spila á gítar. Þeir verða að halda frelsisdraumum sín- um leyndum, að öðrum kosti berja eftir- litsmennirnir þá til blóðs. Um þessa menn hefur Jorge Amado skrifað tvær skáldsögur. I útlegðinni hefur Amado löngum dvalizt í Argentínu, en Brasilía og hinn brasilíski veruleiki á hug hans allan. IJann var mjög ungur þegar honum urðu ljós hin þjóðfélagslegu vandamál lands- ins og starfsemi hans í Frelsisfylking- unni hefur kostað hann fangelsanir. En kynni hans við hinn mikla foringja, Luis Ccrlos Prestes, höfðu slík áhrif á hann að jafnvel í útlegðinni lagði hann ekki niður pólitískt starf. Ilann skrifaði ævi- sögu riddara vonarinnar, en um þá bók hefur Pablo Neruda sagt: „Það var ár- um saman eina bókin sem færði Ameríku sannleikann um Brasilíu.“ I hinum auðugu og margbreytilegu verkum Jorge Amado, þar sem öllum sviðum hins brasilíska þjóðfélags er lýst, rikir eigi að síður fullkomin eining — hvort sem um er að ræða drápu hafsins eða kakaósins, fátækra jarðnæðislausra bænda eða munaðarlausra barna á göt- um Bahia. Og fyrst er það málið, sem er sannarlega brasilíska. Ásamt nokkrum jafnaldra rithöfundum liefur Jorge Am- ado endurnýjað bókmenntamálið, en það var fram á okkar daga annaðhvort klass- ísk portúgalska ellegar frönskuskotið ba;ði að orðaforða og setningaskipun. Ilann hefur skapað brasilíska tungu — talað mál, lifandi, blandað áhrifum indí- ána og negramáls, tungu sem ekki er alltaf málfræðilega rétt, en alltaf ljóð- ræn, lifandi og safamikil. Tungu sem menn eru fúsir til að syngja, því að á henni er þegar sungið — um hin eilífu viðfangsefni: ást, dauða, von ... En annarskonar einingu, ennþá þýð- ingarmeiri, finnum við í verkum Jorge Amado: allar persónur hans hrærast af lííi, ást, von. Allar persónur hans þjást, af völdum þjóðskipulagsins, en engin þtirra tekur þessa þjáningu góða og gilda, allar eiga takmark handan þessar- ar þjáningar. Af því að allar persónur hans unna lífinu, nægir engum þeirra það líf sem þeim var skammtað. Allir eru uppreisnarseggir. Nokkrir anarkist- ar sem myrða og ræna af því jarðirnar hafa verið teknar af þeim, af því þeir eiga ekkert og þekkja ekki aðra aðferð til að endurheimta eign sína. Spámaður- inn Esteano laðar að sér hóp vesalla manna, öreiga sem eiga ekki aðra von en heimsendi og refsingu guðs. Ilinn ungi kommúnisti Neneu, sem hefur lært að lesa og aflað sér upplýsingar, skipulegg- ur vopnaða uppreisn. Vegna þess að allir unna lífinu, gleð- inni, gítarlögunum, hinu síða liári kvenna, dreymir þá um að öðlast frelsi tii handa sjálfum sér og bræðrum sínum. Og vegna þess að Antonio Balduino skildi eitt verkfallskvöld mannlega sam- hyggð hefur hann „lært að elska alla múlatta, alla negra, alla livíta menn, alla þessa þræla á jörðu og sjó sem eru að brjóta af sér hlekkina". Skáldsagnahöf- undur í þágu friðarins er Jorge Amado, því að liann tignar mannlega ást. Eftir Les lettres jran^aises, 27. des. 1951 og 3. jan. 1952. S. D.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.