Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 113
UMSAGNIR UM BÆKUR 319 þegar hann fréttir, við hvert ofurefli er að etja, fallast honum hendur, því fylgi hann henni, fær hann ekki lengur að mylja grjót. Þannig lauk hennar löngu liðsbónarför. Vonbrigði hennar voru mikil. Þess vegna hlaut að fara sem fór. Tórar þórar og alfinns sveinar drógu hana í prísund. Og nú er riddarinn sof- andi og brúðurin bundin. Eg hef nú rakið meginefni kvæðisins. Þeim, sem fylgzt liafa með málum á ís- landi síðustu árin, mun efni þess og boð- skapur auðskilinn. Það er samtímasaga Islands líkt og bók Gunnars Benedikts- sonar: „Saga þín er saga vor“. Við get- um sagt, að kvæðið hefjist 1944 og ljúki 1951. Kannski er því ólokið? Kannski eigum við, ég og þú, að halda því áfram? En hver er tilgangurinn með kvæðinu? Verður þessu efni gerð betri skil í kvæði heldur en í ritgerð? Svarið við þeirri spurningu verður bæði já og nei. Bezt mun fara á, að Ijóð og laust mál haldist í hendur. Ein ljóðlína getur birt okkur sannindi á skýrari hátt en löng ritgerð. Víða munu þess finnast dæmi í þessu kvæði. Þessi tel ég markverðust: 1) Svör stéttanna við liðsbón Sóleyjar, 2) svar Þjóðunnar, að frelsið sé arður af auði en ekki ljóði og 3) ástæðan fyrir því, að söngvarinn sofnar. Svör stéttanna munu sígild: sinnu- leysi bænda og sjómanna og kjarkleysi launþega, sem óttast um sinn stundar- hag. Svar Þjóðunnar (þjóðarsátarinnar) mun því miður nær sanni en margur hyggur. Sú skoðun, að frelsið sé arður af auði en ekki ljóði, mun ryðja sér æ meir til rúms. Svo mjög hefur auðs- hyggjan gripið um sig. Hversu mjög sem menn vegsama í orði hin fornu bók- menntaafrek og fornu handrit, mun huddunnar lífæð í hrjóstinu slá. Þau skáld, er sungu þjóð sína til frelsis, telja nú margir skýjaglópa og vandræða- menn. Svo rammt kveður að þessu, að sumir telja nú Þorstein Erlingsson aftur- haldsmann vegna kvæðis hans „Við foss- inn“. Hvers vegna þagnar söngvarinn? Svarið við því mætti misskilja af kvæð- inu. Hann þagnar ekki vegna þess, að honum sé stungið svefnþorn að erlendu valdboði. Þó að þeim, sem landi þjóðar- innar og frelsi vill ræna, sé kærast, að skáldið, hinn alltsjáandi, hafi hljótt um sig, nægir ekki ósk hans ein. Söngur skáldsins þagnar, vegna þess að hann kafnar í mannhatursáróðri og Þjóðunn, þjóðarsálin, magnar skáldinu ekki flug sem áður, meðan hún var að sprengja af sér hlekkina. Margt fleira væri gaman að nefna, og einhvern tíma verða öll at- riði þessa kvæðis skýrð, þegar það er komið fjær sköpunartíma sínum. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á 17. kafla um hina óforsjálu og léttúðarfullu mey. Ilann endar þannig: Dauðinn mér dillar og drengimir hans: stígðu við mig faldafeyki, óli skans óli skans — ég skal gefa þér allt mitt land fyrir einn dans. Dómar manna um kvæðaflokk þennan munu verða misjafnir. Sumir munu hefja hann til skýjanna, aðrir finna hon- um allt til foráttu. Menn eru viðkvæmir fyrir sálkönnun, ekki sízt þegar sjálf þjóðarsálin er sálgreind. Hver og einn mun finna sjálfan sig í lienni. Samherj- um skáldsins mun verða starsýnast á fegurðina og boðskapinn, en andstæð- ingum þess á skeytin, sem þeim eru send. Þó munu þeir, sem skeytunum er fyrst og fremst beint að, lítt láta sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.