Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 7
HALLDÓR KILJAN LAXNESS:
Vandamál skáldskapar á vorum dögum
Fyrirlestur í Norsk Studentersamjund í Osló 8. maí 1954.
Háttvirta samkoma!
Ég leyfi mér að þakka Norsk Studentersamfund fyrir að bjóða mér
heim og sýna mér }oá hugsunarsemi að vilja forvitnast um hvað sagna-
maður af íslandi hugsar nú á dögum. Það er ekki nema sanngjarnt. að
þegar einhver maður hefur skrifað digrar bækur í meira en þrjátíu ár,
þyki fólki mál til komið að kalla hann fyrir sig og spyrja hann þessarar
einföldu spurníngar: Til hvers.
En lífið er nú einmitt það andartak sem vér hreytumst í, og þannig
halda skoðanir vorar áfram að breytast eftir því sem tíminn líður. Ein-
hverntíma í æsku datt mér í hug að fróðlegt væri að gera spjaldskrá yfir
skoðanir sínar um ýmsa hluti, og komst meira að segja svo lángt að út-
búa nokkur spjöld. En hér var í mörg horn að líta, fyren varði var komið
efni í alfræðiorðabók, það varð að skifta verkinu í deildir og undir-
deildir, ráða skrifara og aðstoðarskrifara; og ekki flýtti það fyrir að
altaf héldu skoðanirnar áfram að breytast, stundum meira að segja frá
einum degi til annars; og auk þess varð að gera ótal fyrirvara og skrifa
ofmargt á spássíuna. Ég gafst upp.
Síðan hef ég ekki reynt að halda reglu á skoðunum mínum, þó stund-
um hafi ég haft, og hafi enn, mjög ákveðnar skoðanir á nokkrum þeim
hlutum sem mér þykir máli skifta. En af því ég er íslendíngur í húð og
hár er ég ekki mjög gefinn fyrir heimspeki. íslenskur hugsunarháttur
hneigist lítt til heimspeki, að minstakosti er hann fjarri allri heimspeki-
legri reglu, vér erum einsog þér vitið í fyrsta lagi sagnaþjóð og höllumst
að áþreifanlegum myndum; vér semjum dæmisögur úr tilveru okkar.
Má einnig vera að of vindasamt sé á Islandi til þess að mönnum sé freist-