Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 7
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Vandamál skáldskapar á vorum dögum Fyrirlestur í Norsk Studentersamjund í Osló 8. maí 1954. Háttvirta samkoma! Ég leyfi mér að þakka Norsk Studentersamfund fyrir að bjóða mér heim og sýna mér }oá hugsunarsemi að vilja forvitnast um hvað sagna- maður af íslandi hugsar nú á dögum. Það er ekki nema sanngjarnt. að þegar einhver maður hefur skrifað digrar bækur í meira en þrjátíu ár, þyki fólki mál til komið að kalla hann fyrir sig og spyrja hann þessarar einföldu spurníngar: Til hvers. En lífið er nú einmitt það andartak sem vér hreytumst í, og þannig halda skoðanir vorar áfram að breytast eftir því sem tíminn líður. Ein- hverntíma í æsku datt mér í hug að fróðlegt væri að gera spjaldskrá yfir skoðanir sínar um ýmsa hluti, og komst meira að segja svo lángt að út- búa nokkur spjöld. En hér var í mörg horn að líta, fyren varði var komið efni í alfræðiorðabók, það varð að skifta verkinu í deildir og undir- deildir, ráða skrifara og aðstoðarskrifara; og ekki flýtti það fyrir að altaf héldu skoðanirnar áfram að breytast, stundum meira að segja frá einum degi til annars; og auk þess varð að gera ótal fyrirvara og skrifa ofmargt á spássíuna. Ég gafst upp. Síðan hef ég ekki reynt að halda reglu á skoðunum mínum, þó stund- um hafi ég haft, og hafi enn, mjög ákveðnar skoðanir á nokkrum þeim hlutum sem mér þykir máli skifta. En af því ég er íslendíngur í húð og hár er ég ekki mjög gefinn fyrir heimspeki. íslenskur hugsunarháttur hneigist lítt til heimspeki, að minstakosti er hann fjarri allri heimspeki- legri reglu, vér erum einsog þér vitið í fyrsta lagi sagnaþjóð og höllumst að áþreifanlegum myndum; vér semjum dæmisögur úr tilveru okkar. Má einnig vera að of vindasamt sé á Islandi til þess að mönnum sé freist-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.