Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 9
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM
119'
ur munu þaraðauki vera komnir með leiðinlega geislavirka sjúkdóma
sem gera þá að miður aðlaðandi áheyrendum sagnamanns.
Það er því ekki alveg út í bláinn, ef gert er ráð fyrir að mér væri
þökk á að deilan milli austurs og vesturs yrði sett niður, svo ég mætti
halda hinum prúða lesendahóp mínum bæði hér í Osló og víða annars-
staðar í borgum, þessu fólki sem ræðir bækur mínar af ánægju og skiln-
íngi og slær mér gullhamra, og tekur meira að segja stundum upp budd-
una til að kaupa þær.
Ætlun mín var sú að ræða hér nokkur vandamál skáldskapar nú á
dögum, í fyrsta lagi sem vesturlandabúi og í öðru lagi sem íslenskur
rithöfundur, og þannig hafði ég hugsað mér að binda mig við menníng-
arleg efni, — en það er hverju orði sannara, og af þeirri forsendu er sér-
hver ályktun bundin nú á dögum: fyrir öllu öðru geingur sú skylda að
grafa undan stríðinu, — ef ég mætti leyfa mér að komast svo ankanna-
lega að orði. 011 ræðuhöld um skáldskap, list og menníngu eru blátt
áfram hlægileg ef vér bregðumst þeirri mensku frumskyldu, að gera alt
sem í voru valdi stendur til að spilla fyrir þeim sem eru að basla við að
koma á stað heimsbrennu. Aðeins eitt getur gefið umræðum vorum um
menníngu einhverja merkíngu, og það er friður. Það er líka hverju orði
sannara: vér verðum að berjast atalt fyrir málstað friðarins, og fyrir
því að mannkynið lifi af, því þeir valdhafar sem berjast fyrir málstað
stríðsins og útrýmíngu mannkynsins eru öflugir, og þeir liggja sannar-
lega ekki á liði sínu. Og þegar listamaður eða skáld stendur andspænis
veruleik vorra tíma, þá er það ekki í fyrsta lagi vandamál skáldskapar-
ins, spurníngar um form og efni, eða um víxlverkanir skáldskapar og
raunveruleika, sem alt er undir komið, heldur framar öllu öðru spurn-
íngin um áframhaldslíf mannkynsins hér á jörðu — já eða nei; spurn-
íngin um að vera eða vera ekki, í fylstu merkíngu þess orðs.
Ef lagt væri fyrir mig að svara því berum orðum, hver væri skoðun
mín á deilunni milli austurs og vesturs, eða hvort ég hyggi að hægt sé að
setja hana niður eða ekki, þá mundi mér vefjast túnga um tönn. Þá
valdamenn ber nú hátt, sem ýmist sjálfir, eða studdir af köllurum, eru
óþreytanlegir að reka upp rokur um austur-vesturdeilu; og það er jafn-
víst að bak þessu orðatiltæki, austur-vesturdeilunni, leynist örlögþrúng-
inn veruleiki þó ekki sé skilgreindur í sjálfu orðatiltækinu. Vér höfum
lifað að sjá sterk öfl. risin úr geðbilun stjórnmálamanna, og fullkom-