Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 10
120
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lega siðblind, heya örvæntíngarþrúngna baráttu fyrir útrýmíngu mann-
kynsins. En ég efast um að alsherjarandstæður sem slík öfl mynda eigi
heima á áttavitanum. Að minstakosti hef ég litla trú á því að „austur“
og „vestur“ eigi þar hlut að máli. Eftir blöðum og útvarpi að dæma virð-
ist austur-vestur-deilan, sem svo er nefnd, næstum einvörðúngu bundin
nafni örfárra stjórnmálamanna. Almenníngur, hvort heldur í austri eða
vestri, kemur þar elcki við sögu öðruvísi en til að semja ályktanir, ávörp,
skírskotanir og bænarskrár til þessara stjórnmálamanna um að binda
enda á pex og rifrildi og hætta við fyrirætlanir sínar um útrýmíngu á
íbúum jarðarinnar. Ef marka má fréttir þær sem fluttar eru í blöðum
og útvarpi virðist deila þessi háð milli fáeinna stjórnmálamanna að
öðru leytinu og almúgafólks heimsins að hinu leytinu.
Ég vil taka það fram að ég hef aldrei á ævi minni kynst raunveru-
legum stjórnmálamanni þó ég hafi ekki komist hjá að taka eftir hvernig
margir þeirra haga sér á opinberum vettvángi og í dagblöðunum; og er
það að vísu ófögur sjón. Hinsvegar þekki ég fjöldann allan af almúga-
fólki víða í löndum; og það vill svo vel til að mér hefur orðið álíka vel
til vina meðal venjulegs fólks báðumegin við hinn ímyndaða skilvegg
milli austurs og vesturs, sem kallaður er járntjald. Og þannig veit ég af
reynslu að venjulegum mönnum báðumegin þessa skilveggs finst ekki
að þeir eigi í neinni deilu hvorir við aðra, né milli þeirra sé neitt ástand
ríkjandi, líklegt til að valda óvináttu. Einginn efast um að það sé óska-
draumur sumra stjórnmálamanna að siga saman þjóðum í austri og
vestri til manndrápa, en það er mjög óraunsæ fullyrðíng að deila sé
uppi með alþýðu eystra og vestra.
Ég á víða leið, bæði í austri og vestri, og á þess kost að hitta fólk úr
ólíkum atvinnustéttum í mörgum löndum. Ég kem á meðal verkamanna
og bænda, búðarmanna og kontórista, ég kem einnig á meðal háskóla-
borgara, listamanna og annarra mentamanna. Ég kann eins vel við mig
eystra og vestra, og persónulega er mér ekki kunnugt um neitt járntjald.
Mætti ég vitna í rithöfundana starfsbræður mína sem dæmi, — venju-
lega hitti ég þá fyrsta manna þegar ég kem í nýtt land. Það eru náttúrlega
skiftar skoðanir meðal rithöfunda um alt sem heiti hefur; einatt rísa úf-
ar með mönnum innan rithöfundafélags, eða milli tveggja rithöfundafé-
laga í sama landi, eða sitt í hvoru landi. En ég hef ekki enn orðið fvrir
þeirri reynslu að hitta tvo rithöfunda sem lángaði til að drepa hvor ann-