Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 13
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 123 sinni, slíkt hugarfar er eftir eðli sínu afneitun allrar sköpunarstarfsemi. Mikill hluti af skáldskap nútímans er ein ruslakompa af ósamstæðum brotum úr alskonar heimspekikerfum, þar sem einstöku skáldlegir loft- steinar eru á reiki innanum, alskonar lítt grundvölluð sérviska er látin vaða uppi, oft þesskonar sérviska sem ristir ekki dýpra í frumleik en vera einar saman prentbrellur, óvarðandi sjálfan skáldskapinn, til dæmis að sleppa öllum stórum stöfum; eða menn láta prenta rímlausan og óversað- an texta með misjafnlega laungum línum einsog um ljóðlínur væri að ræða, og kalla síðan framleiðsluna með öfugmæli einsog „ljóð í óbundnu máli“, „póesí í prósa“: það er einsog skáldið hafi gleymt að einmitt með því að sleppa rími og versgerð er hann blátt áfram að skrifa óbundið mál, — það er ekki til annar munur á bundnu máli og óbundnu en sá sem felst í versgerðinni. Oft og einatt samanstanda svokallaðar framm- úrbókmentir aðeins af notkun skakkrar orðskipunar eða málfræði sem er vísvitandi raung, og síðan er þetta kanski fullkomnað með því að sleppa greinarmerkjasetníngu; loks er skældur og andlaus texti af þessu tagi réttlættur og hafinn upp með einhverri glannalegri latínuglósu sem á hann er klínt, kendur við einhvern -isma. — Úr því ræðunni víkur að greinarmerkjasetníngu, mætti ég þá sæta lagi að skjóta hér inn minnis- grein handa úngum skáldum: menn verða ekki spámenn af því að sleppa kommunum, heldur af því að nota þær af hinni mestu nærfærni. Sá höf- undur sem gerir sér að reglu að setja aldrei kommu á pappírinn án þess að hafa þráspurt samvisku sína, mun vakna upp við það einhvern morg- un að hann verður spurður: Hvert stefnir með tilverunni? Er kjarn- orkustríð óhjákvæmilegt? Alítið þér að guð sé til? Stundum veit maður ekki fyren gáfaðir leikritahöfundar verða haldn- ir slíkri fyrirlitníngu á öllu því sem kalla má alþýðlegt, blátt áfram og áþreifanlegt á leiksviði, og um leið því sem líklegt er til að vekja áhuga venjulegra leikhúsgesta, að þeir taka sig til að búa út sjónleiki sem virð- ast einkum skírskota til meistara í hugarreikníngi í stað hinna indælu rnúrara, skósmíðanema, kontórista og tilhaldsstúlkna sem að öllum jafni kaupa sig inní leikhús. Mikill hluti tískubókmenta sem svo kalla sig, einnig þeirra senr samdar eru handa leikhúsum, virðast alveg sérstaklega sniðnar fyrir þær einkennilegu verur sem stöku sinnum berast híngað til jarðar í sviðnu ásigkomulagi, komnar einhversstaðar utanúr himin- geimnum á fljúgandi diskum; þessar verur kalla amríkumenn „space-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.