Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 24
134 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ljósmyndaraunsæi skírskotar venjulega til þeirra manna sem mega teljast afskiftir í þjóðfélaginu, þeirra stétta sem af þjóöfélagslegum ástæðum hafa átt þess aungvan kost að njóta listskoðunar eða listskemt- unar, svo að list er þeim mjög óljóst og ókunnuglegt hugtak. Hafðar eru tilraunir í frammi til að skíra slíkar ljósmyndaeftirhermur með nöfnum einsog náttúrustefnu og raunsæisstefnu, þótt myndir af þessu tagi séu síst nær því að eiga skylt við náttúru eða raun en aðrar myndir: með því að nefna ljósmyndastefnu í myndlist slíkum nöfnum er verið að full- nægja einhverskonar heimspekilegri stelvísi og myrkva hugsun manna; það sem þessi liststefna ber vott um er hvorki náttúra né raunsanna, held- ur umfram alt hrifníng af lögmálum ljósmyndarinnar og afrekum ljós- myndavélarinnar. Alt sem líkist persónulegum stíl, listrænni tjáníngu efnisins, er talið ósæmilegt í ljósmyndaraunsæi á sama hátt og í hliðstæð- um stefnum innan bókmenta: útúrdúrar af því tagi bera í sér „ósenni- leika“, draga athyglina að túlkunaraðferðinni, að listaverkinu sjálfu, í stað þess að beina henni að „raunveruleikanum“, hlutnum sem á að mynda. En þessi liststefna, ef list skyldi kalla, á eingu að síður erindi til mikils fjölda af almenníngi og svarar ákveðinni þörf. Þessi vesala miðl- unaraðferð hefur það hlutverk að ná sambandi við frumstætt, menn- ingarlega afskift fólk innan hinnar vélgeingu siðmenníngar; og þess- vegna má kalla ljósmyndaraunsæi í listum, einsog hliðstæðar stefnur í bókmentum, frumstæða list, það má segja að hún sé frumstæð list samkvæmt skilgreiníngu. Aftur á móti er það einganveginn hlutverk slíkrar stefnu að vinna gegn forgaunguliði lista, né hinu stórbrotna formi, einsog ekki er heldur ætlast til að það fólk sem tekur munnhörpu fram yfir hljómsveit eigi að vera til eftirbreytni í tónlist; og þaðanaf- síður er það hlutverk Ijósmyndaraunsæinnar að setjast í dómarasæti yfir stórbrotnum listgáfum og ata þær sauri eða fordæma snild og af- burðamensku, eða dirfsku og persónuleik í list, hið geníala, tilraunir í listum, listir annarlegra þjóða. Það er hörmulegt ef smekkur þeirra manna sem eru þjóðfélagslega afskiftir er hafinn til virðíngar og gerður að hæstarétti í list og bókmentum, -—- því það eru einmitt þjóðfélagslega afskiftir menn sem eru réttbornir erfíngjar að list og mentun og menn- íngu ásamt með öllum öðrum góðum hlutum í veröldinni; og þarsem listin er fyrir mennina, alla menn, er það einnig hlutverk listar að útrýma þesskonar ástandi sem skapar afskifta þjóðfélagsþegna og þarmeð list-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.