Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 24
134
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ljósmyndaraunsæi skírskotar venjulega til þeirra manna sem mega
teljast afskiftir í þjóðfélaginu, þeirra stétta sem af þjóöfélagslegum
ástæðum hafa átt þess aungvan kost að njóta listskoðunar eða listskemt-
unar, svo að list er þeim mjög óljóst og ókunnuglegt hugtak. Hafðar eru
tilraunir í frammi til að skíra slíkar ljósmyndaeftirhermur með nöfnum
einsog náttúrustefnu og raunsæisstefnu, þótt myndir af þessu tagi séu
síst nær því að eiga skylt við náttúru eða raun en aðrar myndir: með því
að nefna ljósmyndastefnu í myndlist slíkum nöfnum er verið að full-
nægja einhverskonar heimspekilegri stelvísi og myrkva hugsun manna;
það sem þessi liststefna ber vott um er hvorki náttúra né raunsanna, held-
ur umfram alt hrifníng af lögmálum ljósmyndarinnar og afrekum ljós-
myndavélarinnar. Alt sem líkist persónulegum stíl, listrænni tjáníngu
efnisins, er talið ósæmilegt í ljósmyndaraunsæi á sama hátt og í hliðstæð-
um stefnum innan bókmenta: útúrdúrar af því tagi bera í sér „ósenni-
leika“, draga athyglina að túlkunaraðferðinni, að listaverkinu sjálfu, í
stað þess að beina henni að „raunveruleikanum“, hlutnum sem á að
mynda. En þessi liststefna, ef list skyldi kalla, á eingu að síður erindi til
mikils fjölda af almenníngi og svarar ákveðinni þörf. Þessi vesala miðl-
unaraðferð hefur það hlutverk að ná sambandi við frumstætt, menn-
ingarlega afskift fólk innan hinnar vélgeingu siðmenníngar; og þess-
vegna má kalla ljósmyndaraunsæi í listum, einsog hliðstæðar stefnur í
bókmentum, frumstæða list, það má segja að hún sé frumstæð list
samkvæmt skilgreiníngu. Aftur á móti er það einganveginn hlutverk
slíkrar stefnu að vinna gegn forgaunguliði lista, né hinu stórbrotna
formi, einsog ekki er heldur ætlast til að það fólk sem tekur munnhörpu
fram yfir hljómsveit eigi að vera til eftirbreytni í tónlist; og þaðanaf-
síður er það hlutverk Ijósmyndaraunsæinnar að setjast í dómarasæti
yfir stórbrotnum listgáfum og ata þær sauri eða fordæma snild og af-
burðamensku, eða dirfsku og persónuleik í list, hið geníala, tilraunir í
listum, listir annarlegra þjóða. Það er hörmulegt ef smekkur þeirra
manna sem eru þjóðfélagslega afskiftir er hafinn til virðíngar og gerður
að hæstarétti í list og bókmentum, -—- því það eru einmitt þjóðfélagslega
afskiftir menn sem eru réttbornir erfíngjar að list og mentun og menn-
íngu ásamt með öllum öðrum góðum hlutum í veröldinni; og þarsem
listin er fyrir mennina, alla menn, er það einnig hlutverk listar að útrýma
þesskonar ástandi sem skapar afskifta þjóðfélagsþegna og þarmeð list-