Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 26
136 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þykja vænt um það, — að öðrum kosti getur ekki listaverk orðið til. Ymsum rithöfundum í litlum löndum þykir hlutskifti sitt ömurlegt af því að hafa ekki vald á einhverju heimsmáli svo þeir geti samið bækur handa gervallri veröldinni. Þetta er blekkileg ímyndun. Ég segi fyrir mig, ég geri bækur fyrir liina fámennustu þjóð sem uppi er í heimi, og ég er ánægður að skrifa bækur handa svo litlum hópi, af því ég þekki fólkið, ég tel mig skilja það — að nokkru leyti, og mér þykir vænt um það. Sá hópur sem maður ætlar bækur sínar, eða málverk, má vera eins lítill og vill, hann þarf ekki að samanstanda af fleirum en einum manni auk sjálfs þín, því ef þú hefur áhuga á þessari einu persónu, ef þú þekkir hana og telur þig skilja hana og þykir vænt um hana, þá hefurðu um leið játast lífinu og vilt að heimurinn skuli standa; og af þessari ást þinni til einnar manneskju leiðir að þú ert listamaður sem tilheyrir ger- völlum heimi. Og þá er ekki leingur spurt um hvort þú hafir mótað í efni þitt hugsjónamyndir eða raunsæismyndir, — af því einu að þekkja, skilja og þykja vænt um það fólk sem verkið er ætlað, hafa skáldinu opnast leiðir að slagæð tímans þar sem það líf býr er eitt fær blásið anda í listaverk.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.