Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 27
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: Raulað við sjálfan sig NOKKUR RÉTTLÆTINGARORÐ Rímarinn, höfundur þessa kveðskapar, segir aldrei: „Nú langar hann að yrkja kvæði,“ því að til þess langar hann bara aldrei. Eða: „Nú finn- ur hann, að hann getur ort kvæði,“ því að það finnur hann aldrei. Eða: „Nú ætlar hann að yrkja kvæði,“ því að það ætlar hann sér aldrei. Eða: „Nú verður hann að yrkja kvæði,“ því að það verður hann aldrei. Eða: „Nú er bezt að hátta snemma í kvöld og yrkja kvæði,“ því að það gerir hann aldrei. Eða: „Nú skal hann ganga upp á Þuríðartind í dag, svo að hann geti ort kvæði,“ því að í svoleiðis göngur fer hann aldrei. Þess vegna yrkir hann aldrei gott kvæði. En á heilsuverndargöngum sínum niðri á láglendinu, sem í júnímán- uði taka tvo klukkutíma og sex mínútur (sléttar tvær í desember) sækir á hann gamall barnsvani að raula fyrir munni sér kvæði skáldanna eða eitthvað frá eigin brjósti án forms og innihalds og orða, í staðinn fyrir að hugsa. Þá fer stundum svo, að út raulast kvæði, og þá er eins og hinn innri maður, atmað (ekki persónuleikinn) hafi hugsað kvæðið fyrir rímarann. En venjulega gerir það góðum skáldasiðum þann grikk, sem atmað ætti ekki að gera, að hafa kvæðin án úthellinga hjartnæmra til- finninga og mikilla átaka skynseminnar. Nokkrar grunsemdir elur rímarinn í brjósti um hvatir ritstjóra Tíma- ritsins í því að beiðast eftir að birta þetta. En rímarinn hefur aldrei litið stórt á sjálfan sig. Hringbraut 45, 17. júní 1954. Rímarinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.