Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 30
140 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Enginn þekkir auðargná eina á sveimi fram til dala. Eitt sinn liitti ég auðargná eina á sveimi fram til dala. Hún var meyja björt á brá, blíðurík við ástarstjá. Hjá henni ég lengi lá í litlum hvammi á grænum bala. Síðan veit ég að silkigná sætast kyssir fram til dala. Ef þú hittir auðargná eina á sveimi fram til dala, tjáðu’ henni þá, að sveinninn sá, sem hjá henni forðum lá, alltaf syrgi auðargná alltaf þrái hvamminn bala. Ef þú hittir auðargná eina á sveimi fram til dala. FAGURT SYNGUR MÓFUGLINN Þetta kvæði, íburðarlítið, en hjartnæmt í yfirlætisleysi sínu, rímað- ist á Hotel North í Peking snennna í októbermánuði 1952. Jóhannes skáld úr Kötlum hjálpaði mér með tvö orð í því. Litla Ló var fyrsti túlk- ur okkar í Kína, unaðsleg vera, eins og reyndar allt fólk, sem við fyrir hittum í Kínaveldi. Höfundurinn gerði lag við kvæðið um leið og hann raulaði það. Það er varíasjón af miðaldastemmu. Frú Ingibjörg Helga- dóttir hefur sungið það fegurst allra með lystilegu undirspili á gítar. Dr. Stefán Einarsson skrásetti það eflir söng hennar. Alltaf þrái ég litlu Ló er lækkar sól. Þrái ég hennar hugarheim og hjartaskjól. Fagurt syngur mófuglinn, þá nálgast litla Ló.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.