Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 37
FORSPÁ
147
— Gjörið þér svo vel, sagði hann og setti flöskuna á skrifborðið fyrir
framan hana, rétti út flatan lófann með tveimur tuttuguogfimmeyring-
um, og næstum hvíslaði:
— Hér er afgangurinn.
Hún leit upp sægrænum augum, og virtist stara í undrun á þessar
tvær ómerkilegu plötur í framréttum lófa hans.
— Æi, þér megið eiga þá, sagði hún þreytulega og hljómlaust, rétt
eins og það væri henni sár áreynsla, að þurfa að eyða orði um svo tak-
markalaust fánýti.
— Takk fyrir, sagði hann þrátt fyrir einkennilega djúpa blygðunartil-
finningu, og hann flýtti sér að stinga aurunum í vasann.
í þessari andrá opnuðust dyrnar og forstjórinn gekk inn. Hann fór úr
skóhlífunum og hengdi upp frakkann, brosti góðlátlega og heilsaði.
Skyndilega þagnaði skrölt ritvélarinnar, en í staðinn heyrðist mjúkt og
hlýtt:
-—• Góðan daginn.
Honum fannst rödd hennar lík snertingu, lík mjúkri stroku á vanga.
Undarlegt ef þessi rödd var borin saman við hljóm raddarinnar áðan,
þetta yfir sig þreytta tómlæti gagnvart tveimur tuttuguogfimmeyringum.
Hana, þarna slapp húsnúmerið á Laugaveg 70 upp fyrir Laugaveg 82.
Forstjórinn gekk inn í einkaskrifstofuna og hringdi.
Aftur byrjaði hvinurinn frá ritvélinni, hár og gjallandi líkt og vél-
byssuskothríð. Og hann hugsaði:
Einkennilegt með þessar tvær ólíku raddir, önnur mjúk og hlý sem
blíð atlot, hin tómlát og þreytt sem andvarp deyjandi manns. En hvernig
sem hann hugsaði, var honum ómögulegt að skilja hin tvö ólíku hljóm-
svið einu og sömu raddarinnar.
Þá kom forstjórinn fram, gekk til hennar með verkefni, lagði það á
borðið fyrir framan hana og útskýrði málið, einkar vingjarnlegur með
þetta hefðbundna, hlýja bros, sem alltaf fylgdi honum, og gaf honum
virðulega, aðlaðandi framkomu.
Og hann hélt áfram að raða reikningunum niður eftir Laugavegi,
hægt og skipulega til að hlaupa ekki yfir, og til að spara sér spor. Þegar
hann var búinn að láta síðasta reikninginn á sinn stað og ætlaði að
loka töskunni, leit hann upp.
Allt í einu var sem tíminn stæði kyrr, eins og eitthvað ósegjanlega