Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 44
154
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Við höfðum Akurey á stjórnborða en öskuhaugana á bak. Fyrir stefni
bátsins flugu bliki og kolla þessum hröðu og dugnaðarlegu vængja-
tökum sem einkenna æðarfuglinn og hafa komið inn hjá mér þeirri hug-
mynd að hann sé alltaf önnum kafinn. Þau voru að fara heim til sín, út í
Akurey. Á eftir þeim flaug einn lundi, og mátti ekki á milli sjá hvorum
lá meira á, honum eða æðarhjónunum, því að lundinn er líka einn þess-
ara fugla sem alltaf vita hvert þeir eru að fara. Og hann var að fara sömu
leið og þau, út í Akurey, heim til sín.
„Vindur hái varð til meins
vítt um náhvals móinn,
álfar knáir fóru fleins
fimmtán þá í sjóinn.“
Loks reis Pétur á fætur og drap á vélinni.
„Nú höfum við Keili um staurinn og Engeyjarbæ á suðurgrjótum,“
sagði hann, „og leggjum hér nýju trossuna.“
Mér gafst ekki tóm til að spyrja frekari skýringar á þessu miði, því að
Pétur hafði hér engar vöflur á heldur fleygði stjóranum tafarlaust fvrir
borð og skipaði snöggt:
„Taktu stefnuna á Ráðagerði, og róðu svo eins og Álfur afturkemba
í Finnboga sögu ramma.“
Ég var ekki nógu kunnugur Finnboga sögu til að vita fyrir víst hvern-
ig sá róður væri, en ég gerði ráð fyrir að róður minn mundi verða þeim
mun líkari honum sem ég tæki fastar á, og reyndi að haga mér samkvæmt
því. Pétur setti út steinateininn, en korkateinninn raktist út sjálfur jafn-
harðan, og allt gekk vel unz komið var að enda trossunnar og Pétur bjóst
til að setja út seinni stjórann, þá kom í ljós að steinninn var laus úr fær-
inu.
„Stopp í klussi!“ hrópaði Pétur. „Stopp í klussi!“
Ég hamlaði snöggt og stöðvaði bátinn. Pétur flýtti sér að hnýta fær-
inu aftur um steininn, fleygði honum útbyrðis og mælti:
„Sagði ég ekki, þarna hefur Móri leyst utan af steininum og sennilega
haldið mig svo vitlausan að ég tæki ekki eftir því og léti trossuna stjóra-
lausa í þennan endann. Og má hér segja, að margur heldur mig sig, enda
hefur Móri aldrei reitt vitið í þverbakspokum.“ Svo bætti hann við í