Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 46
156 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Pétur dró föstum og ákveðnum handtökum og teinninn urgaðist ó- lundarlega við borðstokkinn um leið og báturinn færðist fram með trossunni. Pétur hafði lítinn gogg í hægri hendi, og ég varð gripinn veiðigleði í hvert sinn sem hann laut fram, enda brást það ekki, inn kom grásleppa. En einu sinni laut hann fram og rétti sig strax upp aftur án þess að hafa neitt á goggnum. „Hvað var?“ spurði ég. „Rauðmagi,“ svaraði Pétur, „einn þessara stóru sem við köllum risa; risarnir eru sumir eins og rosknir karfar; en Móri tók hann. Þó er ekki óhugsandi að hann verði kominn aftur í netið á morgun.“ „Jæja,“ sagði ég, „er hann dálítið illa gefinn rauðmaginn? Eg meina sko fyrst hann lærir ekki að varast netið eftir að hafa einu sinni lent í því ?“ „Eg þori að vísu ekkert um það að segja hvernig hann mundi standa sig á landsprófi,“ sagði Pétur, „en slæman grun hef ég um að hann sé ekki stórgáfaður. Þó veit hann viti sínu, eins og skepnan öll, og er full- komlega skólagenginn á sína vísu, og eiginlega hámenntaður þegar tillit er tekið til kringumstæðna. Mestur er hann þó fyrir samvizkusemi sína og riddaraskap.“ „Er hann nokkuð samvizkusamari en gengur og gerist um fiska?“ spurði ég. „Og í hverju lýsir sér riddaraskapur hans?“ „Það er meðal annars til marks um riddaraskap rauðmagans,“ mælti Pétur, „að hann er tíðum í neti á sama stað og grásleppan. Þá hefur hann viljað bjarga henni — því að rauðmaginn er góður við gráslepp- una og ann henni hugástum — en festst fyrir bragðið í netinu sjálfur; og þekkjum við reyndar þessu lík dæmi úr mannlífinu, engu síður en hrokkelsalífinu, því að „Angur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið.“ „Og hvað viðvíkur samvizkuseminni, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkur annar fiskur — að undanteknu kannski hornsílinu — mundi nenna að liggja yfir hrognunum eins og rauðmaginn gerir. Að minnsta kosti er ég hræddur um að svipur kæmi á vin vorn þorskinn, ef slíks yrði krafizt af honum, og eru þó haldnir alþjóðafundir til að prísa kosti hans og hlaða á hann lofi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.