Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 50
160
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ViS drógum bátinn upp í fjöruna unz afturendinn var allur úr sjó, og
gekk okkur vel að losa færið úr skrúfunni. Hrundum síSan aftur á flot
í snatri, því viS töldum víst aS Móri hefSi, sökum sinnar alkunnu for-
vitni, ekki getaS stillt sig um aS skreppa upp í fjöruna til aS glápa þar og
góna, og hér var tilvaliS tækifæri aS skjóta honum ref fyrir rass og láta
hann verSa strandarglóp, eSa „atturútsiglara“ eins og þaS er líka stund-
um nefnt á sjómannamáli. Og okkur heppnaSist þetta, því ferSin til baka
inn meS nesinu gekk eins og í sögu. ViS sigldum inn á Selsvör aftur
klukkan hálftvö.
Mávarnir stóSu á klöppunum í þéttri röS og horfSu á okkur háfættir
og til alls vísir eins og „de tavse kolonner“, sem Kristján X. kallaSi
Reykvíkinga er söfnuSust niSur á hafnarbakkann til aS taka á móti hon-
um þegar hann var aS heimsækja okkur stundum forSum daga. MaSur-
inn í svarta jakkanum sat á klöppunum rétt hjá mávunum og virtust þeir
ekki hafa neinn beyg af honum. Hann horfSi líka þegjandi á okkur, og
Pétur kallaSi til hans:
„Þú munt vilja fregna eitthvaS um vin þinn og agent, hann Móra, og
er fljótsagt aS hann var orSinn svo magnþrota af aS kljást viS oss, aS
viS sáum aumur á honum og skutum honum á land í BygggarSsvör. Sit-
ur hann nú þar og bíSur þess aS þú sækir sig, helzt í sjúkrabil. Og segir
mér svo hugur aS hann muni framvegis óska sér annars hlutskiptis frek-
ar en fara á sjó meS Pétri Salómonssyni.“
En maSurinn í svarta jakkanum svaraSi engu fremur en endranær, og
hélt áfram aS horfa á okkur þegjandi ásamt mávunum.
ViS stukkum í land, og Pétur tók fangalínuna og batt henni um stein
í fjörunni; þaS átti ekki aS setja bátinn fyrr en á flóSinu. SíSan fór
Pétur upp aS húsi sínu og sótti þangaS lítiS borS og fór meS þaS niSur
aS bátnum; þetta var sama borSiS og maSurinn í svarta jakkanum hafSi
notaS um morguninn; og Pétur hóf aSgerS á grásleppunni.
Krían kom og settist rétt hjá honum, og hann reif ræksniS úr einni
grásleppunni og losaSi frá því lifrina og fleygSi henni til kriunnar og
sagSi:
„Vær saa god.“
Því krían hafSi veriS í útlöndum og skildi þessvegna ekki annaS
tungumál en dönsku.