Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 53
STJARNAN
163
Það hefur álitið okkur geggjaða og vikið kurteislega úr vegi til þess að
láta okkur komast leiðar okkar. Kannski er þetta allt saman ímyndun
ein, draumur, óráðsórar, sem við vöknum af einn grámyglulegan og
dapran dag. Vinir mínir. Ég er þreyttur, og sál mín er hrygg allt til
dauðans.
Félagar hans svöruðu engu, því þeir fundu, að þeim var svipað innan
brjósts og honum.
Gestgjafinn, sem um stund hafði verið önnum kafinn við borðbúnað-
inn, gat ekki lengur hamið forvitni sína. Hann gerði sér upp eitthvert
erindi, nálgaðist eldstæðið og hóf máls:
— Mér hefur skilizt, að þið séuð hingað komnir frá mjög fjarlægu og
ókunnu landi. Leyfist mér að spyrja, hvað það er, sem lokkar slík stór-
menni svo langt brott frá heimkynnum sínum. Kannski eru það einhver
meiri háttar viðskipti, sem------
Einn þremenninganna varð fyrir svörum:
— Það eru ekki neins konar viðskipti. Við förum eftir stjörnunni.
Gestgjafinn varð forviða:
— Stjörnunni? Hvað stjörnu?
Annar þremenninganna sagði:
— Hefur þú ekki séð hina stóru, nýju stjörnu, sem hefur birzt á himn-
inum og boðar fæðingu mikils og dýrlegs konungs? Við höfum fylgt
stjörnunni, við höfum yfirgefið heimili okkar og ættland og lagt ókunn
lönd undir fót til þess að heilsa konunginum. Segðu okkur nú satt, hefur
þú ekki séð stjörnuna?.
Þeir horfðu á hann í ofvæni, allir þrír.
Gestgjafinn fór dálítið hjá sér, er hann svaraði:
— Stjörnuna? Ég hef ekki séð neina stjörnu. Himinninn morar af
stjörnum, það vitum við allir, en maður eins og ég, sem er störfum hlað-
inn, hefur ekki tíma til að glápa á stjörnur. Ný stjarna? Það getur meir
en verið. Hvernig leit hún út? Var hún gul, græn eða rauð? Dró hún á
eftir sér hala?
Ferðalangarnir horfðu ringlaðir hver á annan. Svo mælti einn þeirra,
dálítið hikandi:
— Hún var-----það er ekki hægt að lýsa henni. Hún er engri annarri
stjörnu lík.
Gestgjafinn leit á hann, eilítið tortrygginn: