Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 55
STJARNAN 165 það sem eftir lifði nætur. Hún hafði hvort eð var ekki borgað fyrir síð- asta sólarhringinn. — Eru það fátæklingar? spurðu ferðalangarnir. — Ojá, ég held það svari því. Maðurinn er norðan úr landi og fæst við einhverja handiðn. Þau geta varla talað — eins og annað skikkan- legt fólk. Hann er orðinn roskinn og satt að segja hálfgerð fuglahræða, en konan er allra lögulegasti kvenmaður. Hún hefur eignazt króa síðan þau komu hingað. En hún er ung og hraust eins og ég veit ekki hvað — — Við getum legið á kápunum okkar hérna á leirgólfinu, sögðu ferða- langarnir og vildu ekki annað heyra. Gestgjafinn buktaði sig og fór. Þeir voru einir, og nóttin grúfði umhverfis þá. Síðasta rauða glóðin í eldstónni slokknaði, og allt varð biksvart. Hvergi nokkurn hughreyst- andi ljósglampa að eygja. Þeir gátu ekki sofnað. Þeim varð hugsað til heimalandsins í fjarska, til fljótanna, skóganna, borganna, þeir rifjuðu upp fyrir sér kveðjurnar heima, þegar þeir lögðu af stað, og þetta óralanga ferðalag — allar vöku- næturnar, stjörnuskin og skýjaþykkni, myrkur og einsemd. Myrkur og einsemd. Svo risu þeir á fætur og gengu út. Það var farið að hvessa, vindurinn svalur og hressandi. Hætt að rigna. Himinninn næstum heiðskír. í austri, við sjónarrönd, var loftið byrjað að grána — fyrsta árbrún hins nýja dags. Og yfir fjárhúsinu blikaði stjarnan. Arni Hallgrímsson þýddi.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.