Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 58
168
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hefur Indíánum mjög fækkað, þeim er halda sér við tungu feðra sinna,
og eru taldir nú um tíu milljónir samtals um alla álfuna. Tungumál
þeirra skiptast í fjölda (60-70) flokka, sem menn vita ekki vel um skyld-
leika á, en flokkar þessir skiptast síðan í einstök tungumál. Flestir munu
tala flokk Quechua-mála í Suður-Ameríku (um 4 millj.). Það lætur að
líkum, að tungur þessar eru næsta sundurleitar. Fjöldi þeirra hefur það
einkenni, að einstök orð gegna allt öðru hlutverki en í þeim málum, sem
við þekkjum bezt. Þau eru fremur eins konar kjarni, sem ótal endingar
bætast við til að láta í ljósi hugsanir, sem heilar setningar þarf til í öðr-
um málum. Mál sem þessi eru kölluð agglutinerandi mál, mætti e. t. v.
kalla þau viðskeytamál á íslenzku.
XVIII
Grænlenzka
Eitthvert skýrasta dæmi um slík mál er annars tunga nágranna okkar,
grœnlenzka. Þegar við komum þangað, skulum við muna eftir að kalla
landsmenn ekki eskimóa, því að þeim fellur sú nafngift jafnvel enn verr
en okkur, þegar við erum kallaðir svo. Þetta orð merkir liráœlu, og við
skulum heldur kalla þá og aðra frumbyggja ínúka, þ. e. „menn“, eins og
þeir kalla sig sjálfa (et. ínúki). I grænlenzku eru þrjár tölur, eintala, tví-
tala, fleirtala, og eignarafstaða er táknuð þannig, að nafn eigandans er í
nefnifalli, ekki eignarfalli, en hins vegar er nafn eignarinnar haft í sér-
stöku falli. Svo lítill munur er á mállýzkum Grænlendinga og ínúkanna í
Norður-Kanada, að þeir skilja hver annan án mikillar fyrirhafnar svo að
segja undireins, þótt talið sé fullvíst, að þeir hafi verið aðskildir í 600-
1000 ár a. m. k.
XIX
Litazt um í heimi þjóðtungna
Fræðimenn hafa reynt að telja saman þau tungumál, sem töluð eru í
heiminum í dag, og komizt að misjafnri niðurstöðu, svo sem vænta má.
Rit Grays, Foundation of Language, telur málin 2796, og eru þá mál-