Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 59
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 169 lýzkur ekki taldar með.* Ekki skulum við samt taka þessa tölu of bókstaf- lega, en þó mun flestum málvísindamönnum koma saman um, að þjóð- tungur nútímamannsins séu á þriðja þúsund. í þessari tölu (2796) eru að sjálfsögðu öll tungumál Indíána í Ameríku, en sum þeirra eru ekki töluð af nema fáum hundruðum manna; einnig Súdan- og bantúmálin, en þau eru í þessu yfirliti talin yfir fimm hundruð. Sumir telja meðal þeirra færri sjálfstæð mál, heldur mállýzkur. í þessari tölu eru einnig tal- in nær 500 tungumál meðal frumbyggja Ástralíu og Suðurhafseyja. Hvað sem líður fjölda tungumálanna, er það staðreynd, að hann er svo mikill, að engum mannlegum mætti væri kleift að læra þau öll að nokkru gagni, og maður, sem ætlar sér að bjargast með málakunnáttu sinni hvar sem er í heiminum, getur ekki haft á valdi sínu nema tiltölulega fá þeirra. En þessi „tiltölulega fáu“ tungumál eru samt svo mörg og nægilega tor- lærð til þess, að það munu ekki vera nema í hæsta lagi nokkrir tugir manna í öllum heiminum, sem hafa þau á valdi sínu. Þróunin stefnir sí- fellt í þá átt, að sem allra flestir einstaklingar verða að læra sem allra flest einstök erlend mál. Það er þó ljóst, að svo getur ekki gengið enda- laust. Mönnum hefur lengi verið þetta meira og minna ljóst, og komið hafa fram ýmsar tillögur um alþjóðamál, þótt aðeins ein þeirra hafi fest rætur (esperanto). Við skulum nú snöggvast athuga nokkur atriði, sem snerta allar tung- ur, til hvaða flokks sem þær teljast. Við geturn þó ekki farið út í hljóð- fræði, en það er sú grein málfræðinnar, er fæst við það, hvernig hljóðin eru borin fram og hvernig þau breytast eftir breyttum kringumstæðum. Algengustu sérhljóðin, þau er koma raunar fyrir í öllum tungumálum í •einhverri mynd, eru í, ú, a og afbrigði þeirra eða nágrannar að mynd- unarstað í munninum, e og o. Sum tungumál hafa þann sið, að öll orð verða að enda á sérhljóði, og t. d. er þetta aðalreglan í finnsku, bantú- málinu swahili (í Afríku), mörgum papúamálum, polynesísku, Dravída- málum og ýmsum tíbet-kínverskum málum. Allar tungur hafa meira og minna kerfisbundna notkun samhljóða, það er nota samhljóðasamstæð- ur eins og t. d. íslenzkan f, v — þ, ð — p, b — t, d — k, g —, en við þurf- um ekki annað en bera fram orð með þessum hljóðum (fara, vara, tóm- nr, dómur, pollur, bolli, kær, gær, kassi, gassi) til þess að finna, að fyrstu hljóð þessara orða eru mjög lík að myndun. Hins vegar eru ekki nema * Þessi tilvitnun cr tekin eftir Andreo Pei: The World’s Chief Languages, 15. bls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.