Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 62
172 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hægt að telja méð orðum lengra en upp að tveirn. Ef sú þjóð vill gefa til kynna hærri tölu, verða menn að segja orðið tveir og benda með jafn- mörgum fingrum til viðbótar og á vantar til að tákna töluna og segja anka (= og þessi). Ef menn vilja segja t. d. tíu, rétta þeir upp tvær hend- ur og segja ordura, þ. e. allir (fingurnir). — í tungumálum sumra dvergþjóðanna í Suður-Afríku og á Malakkaskaga og sumra Indíána í Suður-Ameríku er ekki með neinu móti hægt að telja nema upp að tveim- ur, en sérstakt orð hafa þær þjóðir um hugtakið margir. Það leiðir af sjálfu sér, að þjóðir, sem tala slíkar tungur sem þessar, eiga mjög erfitt með að læra nokkuð af því, sem tilheyrir menningu nútímans, hvort sem er andlegri eða tæknilegri, nema því aðeins að þær breyti um tungumál. Allt öðru máli er að gegna fyrir þær þjóðir, sem eiga í tungum sínum sérstök orð fyrir hærri tölur eða hafa komizt upp á að nota tugakerfi eða tvítugakerfi (vigesimalkerfi). Það er notað, þegar talan 20 er táknuð með orðunum hendur og jcetur, en talan 10 er þá venjulega táknuð með orðasambandinu 2 hendur. Tvítugakerfi er fátítt í málum Evrópu og Asíu nema hvað flest indóevrópsk mál nota sérstök töluorð milli 10 og 20, nota t. d. ekki tíu og einn eins og þegar sagt er 21, heldur venjulega samsett orð með einhverri frummynd tölunnar 10 og annars töluorðs. T. d. er ísl. 11 sama og gotneska myndin ainlif, sem merkir raunar ekki annað en einn lifir, þ. e. er eftir, þegar búið er að telja upp að 10. Sama er um tólf og gotn. twalif, og þannig mætti rekja hin töluorðin milli 10 og 20. Undantekningar eru þó til frá þessu innan indóevrópskra tungna, og liggur þar næst að minna á frönsku, sem hefur tvítugakerfi eins og kunnugt er, t. d. er 75 soixante quinze (eiginlega „sextíu og fimmtán"). Og ekki er talnakerfi dönskunnar ólíkt tvítugakerfinu, þegar sagt er t. d. firsindstyve, þ. e. 4 X 20, í merkingunni 80. Þetta yfirlit, sem hér hefur verið gefið, er ófullkomnara en vera ætti, og ber þar til rúmleysi. Otaldir eru jafnvel heilir málaflokkar, svo sem kákasísk mál, en þau eru fjölmörg og eiga sér aðalheimkynni í Kákasus. Þau eru töluð af um 2 millj. manna. Enn ber að nefna nokkra málaflokka í Suðaustur-Asíu, Mon-Khmer-, Annam- og Munda-málin, en þau tala 20-30 milljónir manna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.