Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Side 66
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR XXII Milliþjóðamál nútímans og framtíðarinnar Ef við byrjum á næsta umhverfi okkar, verður enskan fyrst fyrir okk- ur, en segja má, að hún sé ríkjandi tunga í menntaheiminum umhverfis Atlantshafið norðanvert og í Norður-Ameríku allri. Hins vegar fer enskukunnátta manna mjög þverrandi, þegar komið er í Austur-Evrópu og jafnvel í Mið-Evrópu, þar sem þýzkan hefur skipað öndvegissess lang- an aldur. Um Miðjarðarhafslöndin er mönnunr vænlegra að kunna frönsku en ensku, ef þeir vilja komast í samband við landsmenn. Þó seg- ir kunnátta í ensku og frönsku yfirleitt lítið, þegar komið er í lönd Araba um Miðjarðarhafið, því að þar er arabískan í almætti sínu. Sunnar í Afríku er vænlegra miklu að kunna bantúmálið swahili, tungu Kíkújú- manna, en syðst í álfunni tala hvítir menn enska og hollenzka mállýzku. í suðurhluta Asíu, á hinu forna valdsvæði Breta, er hægt að bjarga sér á ensku meðal lærðra manna, en ekki meðal almennings, og þar þurfa menn að kunna hindústanímállýzkur, svo sem úrdú, en í Litlu-Asíu þar fyrir vestan er mönnum nauðsynleg arabískukunnátta. í löndum Aust- ur-Evrópu og í Sovétríkjunum utan Rússlands fer rússneskukunnátta mjög vaxandi. Um Austur- og Suðaustur-Asíu, Indónesíu og þar um slóðir er malajíska notuð sem millilandamál, og í hafnarborgum er sums staðar notuð pidgin-enska. Enska er mál hvítra manna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, enda eru þeir að verulegu leyti afkomendur enskra inn- flytjenda. En í Suður-Ameríku eru aðalmál hvítra manna og þar með ríkismálin spænska og portúgalska (í Brasilíu). Miklu fleiri en hér var talið eru málin, sem notuð eru sem millilanda- mál á takmörkuðum svæðum, svo sem eins og norðurlandamálin þrjú meðal Norðurlandabúa. Og vegna síaukinnar almennrar menntunar og sívaxandi menningarviðskipta milli þjóðanna verður æ sterkari krafan, að sem allra flestir einstaklingar kunni sem allra flest einstök erlend mál. En til málanáms þarf mikinn tíma og mikla starfsorku, svo að þessi þró- un er síður en svo glæsileg. Þá vaknar spurningin: Hvað geta nútíma- menn, með allri sinni þekkingu og tækni, gert til að leysa þennan vanda? Það sýnist augljóst, að eina hugsanlega lausnin sé eitthvert eitt alþjóð- legt hjálparmál, sem komi ekki í stað þjóðtungnanna, heldur sé notað í hvers konar viðskiptum manna, er eiga mismunandi móðurmál. Slíkt

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.