Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Blaðsíða 66
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR XXII Milliþjóðamál nútímans og framtíðarinnar Ef við byrjum á næsta umhverfi okkar, verður enskan fyrst fyrir okk- ur, en segja má, að hún sé ríkjandi tunga í menntaheiminum umhverfis Atlantshafið norðanvert og í Norður-Ameríku allri. Hins vegar fer enskukunnátta manna mjög þverrandi, þegar komið er í Austur-Evrópu og jafnvel í Mið-Evrópu, þar sem þýzkan hefur skipað öndvegissess lang- an aldur. Um Miðjarðarhafslöndin er mönnunr vænlegra að kunna frönsku en ensku, ef þeir vilja komast í samband við landsmenn. Þó seg- ir kunnátta í ensku og frönsku yfirleitt lítið, þegar komið er í lönd Araba um Miðjarðarhafið, því að þar er arabískan í almætti sínu. Sunnar í Afríku er vænlegra miklu að kunna bantúmálið swahili, tungu Kíkújú- manna, en syðst í álfunni tala hvítir menn enska og hollenzka mállýzku. í suðurhluta Asíu, á hinu forna valdsvæði Breta, er hægt að bjarga sér á ensku meðal lærðra manna, en ekki meðal almennings, og þar þurfa menn að kunna hindústanímállýzkur, svo sem úrdú, en í Litlu-Asíu þar fyrir vestan er mönnum nauðsynleg arabískukunnátta. í löndum Aust- ur-Evrópu og í Sovétríkjunum utan Rússlands fer rússneskukunnátta mjög vaxandi. Um Austur- og Suðaustur-Asíu, Indónesíu og þar um slóðir er malajíska notuð sem millilandamál, og í hafnarborgum er sums staðar notuð pidgin-enska. Enska er mál hvítra manna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, enda eru þeir að verulegu leyti afkomendur enskra inn- flytjenda. En í Suður-Ameríku eru aðalmál hvítra manna og þar með ríkismálin spænska og portúgalska (í Brasilíu). Miklu fleiri en hér var talið eru málin, sem notuð eru sem millilanda- mál á takmörkuðum svæðum, svo sem eins og norðurlandamálin þrjú meðal Norðurlandabúa. Og vegna síaukinnar almennrar menntunar og sívaxandi menningarviðskipta milli þjóðanna verður æ sterkari krafan, að sem allra flestir einstaklingar kunni sem allra flest einstök erlend mál. En til málanáms þarf mikinn tíma og mikla starfsorku, svo að þessi þró- un er síður en svo glæsileg. Þá vaknar spurningin: Hvað geta nútíma- menn, með allri sinni þekkingu og tækni, gert til að leysa þennan vanda? Það sýnist augljóst, að eina hugsanlega lausnin sé eitthvert eitt alþjóð- legt hjálparmál, sem komi ekki í stað þjóðtungnanna, heldur sé notað í hvers konar viðskiptum manna, er eiga mismunandi móðurmál. Slíkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.