Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 67
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 177 mál yrði að vera búið sem flestum kostum þjóðtungnanna og hafa sem fæsta galla þeirra. Það verður að vera nægilega auðlært til þess, að sem allra flestir geti lært það sér að gagni á sem skemmstum tíma. En hvaða mál uppfyllir þau skilyrði? Ef við lítum á einhverja hinna útdauðu tungna, svo sem latínu eða grísku, sjáum við undireins, að engin þeirra kæmi til greina sem alþjóða- mál, blátt áfram vegna þess, að þær hafa ekki á neinn hátt fylgzt með þróun tímans, þar vantar fjölda orða og hugtaka nútímans (flugvél, sími, ritvél, hljóðnemi o. s. frv.), en auk þess eru þær of torlærðar til þess, að þær komi til greina í þessum tilgangi. Þá kemur röðin að þeim tungum, sem enn eru lifandi og talaðar eru nú. Mörgum íslendingi og öðrum í þessum hluta heimsins kemur þá fyrst í hug enskan. Og víst er um það, að hvað snertir auðvelda mál- fræði, stendur enskan einna bezt að vígi allra þjóðtungna. Þó eru þar enn miklar leifar þess, að enskan var beygingamál, þar sem eru t. d. óreglulegar sagnir, og í stað beygingarreglna eru nú komnar aðrar regl- ur, um röð orða í setningu. Auk þess er enska með orðfleiri tungum heims, orðafjöldi geysilegur, og á hinn bóginn skuluin við bara hugsa okkur, hvernig þeim Englendingi eða Norður-Ameríkumanni yrði við, sem heyrði móðurmál sitt afskræmt og því breytt til þess einfaldleika og reglulegri beyginga, sem yrði óhjákvæmilega afleiðing þess að það yrði tekið upp sem reglulegt alþjóðamál. Þá yrði beygingin write — wrote — written ekki lengi að breytast í write — writed — writed, og fleirtalan af foot mundi fljótlega breytast úr feet í foots, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Sennilega eru þeir fáir verulegir unnendur enskrar tungu, sem vildu þurfa að horfa fram á þessa þróun, en hún getur ekki dulizt neinum málfræðingi, sem verulega kynnir sér þær kröfur, sem gera verður til alþjóðamálsins. Auk þessa er svo ónefndur hinn óreglulegi enski fram- burður, þar sem jafnvel þeir, sem eiga enskuna að móðurmáli, verða að nota framburðarorðabók, ef þeir vilja ekki eiga á hættu að bera rangt fram nöfn annarra manna. Allt það, sem hér hefur verið rakið og fært fram gegn möguleikanum á að taka ensku upp sem alþjóðamál, er næði til alls heimsins, á einnig við aðrar þjóðtungur, sumt miklu fremur. Þó er enn ótalin ein aðal- ástæðan gegn því, að nokkra þjóðtungu sé mögulegt að taka upp sem alþjóðamál. Þeirri eða þeim þjóðum, sem ætti hana að móðurmáli, væru Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1954 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.