Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 68
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þar með gefnir stórmiklir möguleikar fram yfir allar aðrar þjóðir heims til áhrifa á menningarsviðinu. Og eru nokkrar líkur til þess, að nokkur stórþjóð taki upp tungu annarrar stórþjóðar sem alþjóðamál? Eru nokkrar líkur til þess, að t. d. Frakkar, Spánverjar eða Arabar mundu fallast á að viðurkenna ensku sem alþjóðamál, að maður tali nú ekki um Rússa eða Kínverja eins og nú er málum háttað? Og þetta vanda- mál er engu síður óleyst, þótt vonir manna rætist um varanlegan heims- frið. Það ber allt að sama brunni: það er hvorki framkvæmanlegt að taka upp lifandi né dauða þjóðtungu sem alþjóðamál. Þá er eftir sá möguleiki að búa til sérstakt mál til þessa. Og sannleikurinn er sá, að tilraunir til þess eru ævafornar (sanskrít). Stundum hefur verið reynt að búa til afbrigði lifandi tungna, er nota mætti sem alþjóðamál. Jafnvel eru þess dæmi, að latínu hafi verið breytt í þessum tilgangi (latino sine flexione, er ítalskur stærðfræðiprófessor, G. Peano, kom með fram um aldamótin síðustu), þar sem beygingum öllum hefur verið útrýmt, en orðasafnið er tekið úr latínu að svo miklu leyti sem unnt er. Um 1930 kom C. K. Ogden fram með tillögu um ein- faldari gerð enskrar tungu og kallaði Basic English (stofnensku, basic = úr British, American, Scientific, International, Commercial). Og nú er unnið að því að skapa sams konar uppsuðu úr frönsku, sem mundi þá eiga að keppa við stofnensku. Ogden tókst að fækka svo mjög orðstofn- unum, sem hann þurfti að nota, að í stofnensku eru þeir ekki nema 850, en í stað orðanna, sem sleppt er, notar stofnenskan umritanir, t. d. his face became sad í staðinn fyrir he was sad. Reynslan hefur sýnt, að í slíkum umritunum er ógjörningur að ná nákvæmum blæbrigðum stíls- ins, svo að hann verður jafnan mjög fátæklegur og sviplaus. Fleiri tillögur hafa komið fram um að breyta þjóðtungum til þess að gera þær að alþjóðamáli, en allar slíkar tilraunir eru haldnar fleiri eða færri göllum þjóðtungnanna, t. d. hefur stofnenska stafsetningu og fram- burð á sömu lund og enskan, hvort tveggja þar með í mesta máta óreglu- legt. XXIII Tilraunir fyrri tíma til að búa til tungumál Ein elzta tilraunin til að búa til alþjóðamál, sem nú er kunnugt um, var gerð af þýzkri abbadís á 12. öld, Hildigerði nokkurri (Hildegardis)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.