Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 77
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 187 sýnisbóka belgískra, búlgarskra, tékkneskra, eistneskra, ungverskra, katalónskra, pólskra, sænskra og svissneskra bókmennta. Fyrsta bókin á esperanto, sem kom út í Þýzkalandi eftir síðustu heimsstyrjöld, var Nonni og Manni eftir Jón Sveinsson. Engar tryggar tölur eru til um fjölda esperantista, en félagsbundnir esperantistar eru álitnir vera um 1 milljón. Það er þó aðeins lítill bluti þess fjölda, er hefur kynnt sér málið eða er því hliðhollur. XXVI Alþjóðamálið og Sameinuðu þjóðirnar En hvaða líkur eru nú til þess, að esperanto geti nokkurn tíma orðið alþjóðamál, úr því að það á sér ekki að bakhjarli neina ríkisstjórn með áróðurstækni nútímans? Þessu verður bezt svarað með því að benda á kosti málsins sjálfs, sem hér hafa nokkuð verið raktir, og þá nauðsyn al- þjóðamáls, sem söguþróunin gerir sífellt meir og meir knýjandi. Og svo er ekki úr vegi að segja lítils háttar frá ályktun, sem samþykkt var á síð- asta þingi UNESCO, Menningar og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, í París í desember 1952. Þar er fyrst til máls að taka, að skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina var byrjað að safna undirskriftum manna um heim allan undir áskorun til Sameinuðu þjóðanna að taka til athugunar, hvort ekki væri rétt að taka esperanto upp sem alþjóðamál. Undir þetta skrifuðu ýmis félaga- samtök með samtals 15,5 millj. félagsmönnum og um 900 þúsund ein- staklingar í ýmsum löndum heims. Þessar undirskriftir voru afhentar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Lake Success í ágúst 1950, en síðan var málið afhent Menningar- og vísindastofnun S.Þ. (UNESCO) vorið 1952. Framkvæmdanefnd stofnunarinnar ákvað þó að gera ekkert í mál- inu, annað en leggja fyrir þing hennar í París í desember 1952 fyrir- spurn um það, hvort Menningar- og vísindastofnunin ætti yfir höfuð nokkuð að taka til athugunar „þau vandamál, sem skapast vegna mis- munar tungumálanna, í menningarviðskiptum þjóðanna“, eins og það var orðað. Og í öllum þeim skjalabunka, sem framkvæmdanefndin lagði fyrir þingið, voru aðeins fáeinar línur um þessar undirskriftir, en jafn- framt var þess getið, að stofnunin hefði „ekki á að skipa nauðsynlegum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.