Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR soppi ófagurra freistinga. Leikurinn endar á því, að Lavinia hverfur ein inn í Mannon- húsið, og í einverunni ]>ar verður hún sinn eigin dómari. Ummæli innlendra leikdómara um sjón- leikinn voru yfirleitt öll á einn veg. John Mason Brown sagði, að hann væri: „ajrek, sem hefur leiklistina upp í sinn fyrri frœgð- arsess.“ Leikdómur Joseph Wood Krutch var ekki síður lofsamlegur. Þar stendur meðal annars: „Það getur vel jarið svo, að þetta verði eina sígilda framlag tuttugustu aldarinnar til leikbókmennta, enn sem kom- ið er.“ í New York Times komst Brooks Atkinson svo að orði: „Hetjuandi setur svip sinn á allt vcrkið, scm er stórfenglegt bæði livað stíl og byggingu snertir." Þar eð Evrópumenn leggja annan mæli- kvarða jafnt á veraldleg verðmæti sem and- leg en Bandaríkjamenn, er fróðlegt að bera saman gagnrýni þeirra við órökstudd lofs- yrði New York-blaðanna. Lof kostar sjaldn- ast rökstuðning. í The New Statesman and Nation skrifar Worseley eftirfarandi orð um Elektru: „Þótt viðfangsefnið sé klass- ískt, fer víðs fjarri að því séu gerð klassísk skil. f klassísku verki gerast flestir atburð- ir, ef ekki allir, utansviðs, en leikurinn sjálfur fjallar hins vegar um það hvernig persónurnar bregðast við atburðunum. Hjá O’ Neill rekur þvert á móti einn viðburður annan svo ört, að persðnurnar hafa hvorki tíma né tóm til að átta sig á öllu því, sem á gengur.“ Ekki ber heldur á því, að Worse- ley sé jafnginkeyptur fyrir stílbrögðum 0’ Neills eins og t. d. Atkinson. „Flest atriði leiksins eru flatneskjuleg og óhefluð og samin á einkar sviplausu máli. En hvernig má það vera, að jafnrislágur og stíllaus sjón- leikur nái svo sterkum tökum á okkur eins og raun er á? Sumpart er það því að þakka, að bergmál jrá harmleiknum gríska ómar í huga okkar og Ijœr þeim hryllilegu at- burðum, sem gerast einhverja framandi reisn, sumpart er það nœmu og óskeikulu leikskyni höfundar að þakka.“ Þó Frakkinn, Francis Ambriére, taki að vísu í sama streng og Worseley, þá tekur hann að minnsta kosti ekki eins harkalega í hann eins og Englendingurinn. Ilonum far- ast orð á þessa leið: „Með því að breyta búningum og orðalagi örlítið, gœti leikur- inn alveg eins farið fram einhvers staðar annars staðar í heiminum en í Bandaríkjun- um jyrir 20 árum eða 20 öldum, því að hann er hvorki nœgilega tengdur stund né stað til þess að geta talizt meistaraverk. Að líkja sorgarleik Mannonfjölskyldunnar við harm- leik Aiskylos er eins og að jafna sagnabálki Jules Romains um velviljað fólk við Stríð og frið. Við dáumst að langlundargeði höf- undar, hœfileikum hans og vinnubrögðum, en við finnum hvergi fjörtök og töfrabrögð snillingsins." Þessar tilvitnanir sýna bezt hversu ólíka dóma menn af ólíkum uppruna og með ólíka menntun fella um eitt og sama verkið. Hér sannast hið fornkveðna sem oftar: svo margt er sinnið sem skinnið. Allir munu þeir samt hafa nokkuð til síns máls, þótt ég, sem Evrópumaður, aðhyllist frekar skoðan- ir þeirra Worseley og Ambriére en banda- rísku starfsbræðra þeirra. Jafnvel þó að leikrit þetta hafi verið athugað frá ýmsum hliðum, vil ég engu að síður leitast við að gera því enn ýtarlegri skil. Það er ekki fyrr en Ezra Mannon, konu hans og friðli hennar hefur verið rutt úr vegi og systkinin, Orin og Vinnie, standa ein saman, lömuð og skelfingu lostin og hugleiða afleiðingarnar af ódæðisverkum sínum, að sorgarleikurinn sjálfur fær sína réttu ásýnd. Margur gæti haldið í fljótu bragði, að betra hefði verið að byrja hér og láta leikpersónurnar sjálfar segja frá þeim viðburðum, sem áður höfðu gerzt að hætti Ibsens, en hver höfundur hefur sinn sér- staka tjáningarmáta, sem honum er eðlis- 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.