Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 35
EUGENE O’NEILL borinn og eiginlegur. O’Neill var þannig skapi farinn, að hann virti ríkjandi rithefð- ir og gamlar reglur leikskálda eins og reynd- ar allar hömlur og hindranir að vettugi og sprengdi utan af sér spennitreyju leik- formsins og samdi flest leikrit sín eins og nútímahöfundar semja skáldsögur, engu aukaatriði var sleppt. Anda sínum gat hann ekki gefið útrás innan þröngra skorða. Hon- um var ekki gefin sú farsæla list að laga sig eftir takmörkunum og læra að draga efnið saman og þjappa því í fyrirferðar- minna, heilsteyptara og varanlegra form, en aðal snillingsins er einmitt falið í því að kunna að setja efni vel saman, stytta og hafna, þegar þess gerist þörf. O’Neill brýtur þvert á móti flestar þær reglur, sem stærstu leikskáldum þykir sómi að fylgja. Hann hnýtir t. d. ýmsum lausum endum við aðalleikþráðinn, sem öðrum hefði þótt nauðsyn að slíta. Þótt kynlegt megi kallast þá nýtur hann sín ekki eða nær listrænum, sterkum leikhrifum nema með löngum leikorðum, sem hafa þá eðlilegu af- leiðingu í för með sér, að sýningartími sjón- leikja hans lengist um ailan helming. Kostir O’Neills koma því ekki í ljós nema í löng- um áföngum, þar sem stuttir sprettir eru honum ekki að skapi. Gallinn er bara sá, að sumir samferðamenn hans geta ekki fylgzt með honum eða gefast jafnvel upp áður en komið er á leiðarenda. Snúum okkur nú aftur að Elektru. Hvað sem stíl leikritsins líður, get ég samt verið samdóma Brooks Atkinson um að bygging þess sé frábær. O’Neill gerir ekki einungis viðburðina sennilega í augum okkar, held- ur gerir hann það, sem meira er um vert, hann fær okkur líka til að trúa á leikper- sónurnar, þessar afvegaleiddu ólánssálir, sem hann lýsir bæði af samúð og sannfær- ingu. Hér sést bezt hversu skyggn hann er á innsta kjarnann. Þrátt fyrir það, að refsinornimar birtist ekki sjálfar á sviðinu eins og í gamla leikn- um gríska, þá skynjum við engu að síður návist þeirra bæði í þeim ógnþrungna geð- blæ, sem hvílir yfir öllu og ekki hvað sízt í óróleik Orins og geðsturlun. Enda þó sterkur sennileikablær einkenni bæði atburði og persónur, þá tekst O’Neil hvorki að gefa leikpersónunum þá fyllingu og reisn, sem hátragískum persónum sæmir, né leiða þær út á þær reginvíddir, þar sem sannir harmleikir fá fyrst sína réttu mynd. O’NeiIl virðist ekki virða mikils þá æva- fomu venju klassískra harmleikaskálda að búa áhorfendur undir gang leiksins, enda eru allir atburðir þeir, sem gerast í Elektru svo tilviljunarkenndir, að mörgum finnst tilviljunin vera nær einráð og allt geta brugðizt til beggja vona um afdrif höfuð- persónanna. Af þessum sökum svipar Elektru fremur til æsileika eða melódrama, eins og þeir heita á erlendu máli, þar sem er stefnt gagngert að því að gera geðshrær- ingar leikpersónanna og gerðir sem ofboðs- legastar í því skyni einti að halda áhorfend- um sem lengst í ofvæni um endanleg örlög þeirra. I sönnum harmleik eru áhorfendur hins vegar í vitorði með örlögunum. Samt er eftirvæntingin ekki tekin frá þeim, því að vísu hafa þeir hugboð um, hvað gerast muni, en vita ekki með hvaða hætti það muni vera. Jafnvel þótt leikurinn, Elektra, verði aldrei kallaður harmleikur í þess orðs göfugustu og grískustu merkingu, er hann samt átakanleg og raunsönn mynd af lífs- hörmungum hversdagssálna, sem bældu svo niður eðlilegar kynhvatir sínar, að þær fengu ýmist útrás í óeðlilegri ofurást sonar á móður eða dóttur á föður. Hversu vel sem O’Neill tekst að vekja samúð okkar með leikpersónum sínum í þeim mannraunum, er hann lætur þær rata í, þá tekst honum ekki að sama skapi að vekja undrun okkar eða aðdáun á söguhetj- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 113 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.