Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
innbrotsþjófur. Vinkona hans fær vinnu við
að dansa í lélegu söngleikahúsi. Þegar hann
sleppur úr fangelsinu fær hann vinnu sem
þjónn á sama stað og syngur vísurnar sínar
frægu. En lögreglan eltir vinkonu hans uppi
og vill koma henni fyrir á uppeldisheimili
handa munaðarleysingjum. Þau yfirgefa
veitingahúsið í leit að nýjum æfintýrum ...
Borgarljósin höfðu verið þanin eins og
strengur sem er að því kominn að bresta.
En í Nútímanum var Chaplín léttúðugur,
bæði í leik sínum og söguþræði. Sumir
töldu það merki um slen eða hirðuleysi.
Þeir höfðu ekki skilið eða ekki viljað skilja
rauða þráðinn í Nútímanum. Þrátt fyrir
fullkomna ástargæfu virtist nokkuð slakað
á í síðasta hluta myndarinnar, því hann átti
að sýna örlög milljóna annarra atvinnuleys-
ingja.
Ef Chaplín hefði viljað ljá mynd sinni
örlagaríka reisn, hefði hann aðeins þurft að
breyta atburðarásinni. Fyrst hefði hann get-
að sýnt Charlie, sem leitar að vinnu og fær
aðeins snöp. Síðan hefði söguhetjan getað
fengið vinnu í stórri verksmiðju og orðið
vitstola af að standa við færibandið. Loks
hefði hann getað gripið rauða fánann.
En ef myndinni hefði lokið með því at-
riði er auðvelt að ímynda sér hverjum árás-
um Nútíminn hefði orðið fyrir. Blöðin
hefðu þegar leitað uppi ýmsar fyrri yfirlýs-
ingar Chaplíns og m. a. notað sér söguburð
Mary Reeves, en hún hélt því fram að hann
hefði sagt við sig í fyllstu alvöru: „Bráðum
verður allur heimurinn bolsévískur, Eng-
land eins og öll önnur lönd. Og ég verð
kjörinn forseti brezka sovétlýðveldisins."
Chaplín lagði ekki áherzlu á hádrama-
tískan söguþráð heldur skaut inn í mynd-
ina eins miklu af kátínu og skemmtiatrið-
um og unnt var. Fyrsta hálftímann setti
liann meginviðfangsefni Nútímans á svið
með óvenjulegum áhrifaþunga. En síðan
var svo að sjá sem hann vildi fá áhorfendur
til að gleyma dirfsku sinni með gamanlát-
um og skoplegum tilburðum.
Þessi stílbrögð urðu til þess að æði mörg
blöð gerðu lítið úr Nútímanum og lýstu
Chaplín sem úreltum og meinlausum manni,
sem lifði í endurminningum um frægð for-
tíðarinnar. En önnur blöð, þau afturhalds-
sömustu, skrifuðu á hinn bóginn:
Chaplín er gagnrýndur fyrir aS vera bitr-
ari og öfgajyllri en nokkru sinni fyrr.
Manni finnast stjórnmálaskoðanir hans um
þessar mundir býsna áþekkar kommúnisma.
Honum fyrirgefst ekki, að hann birtist nú
skýrar en nokkru sinni jyrr sem svarinn
fjandmaður atvinnurekenda og lögreglu.
I Frakklandi kom þetta sjónarmið fram
hjá André Antoine, sem hafði verið fremst-
ur leikhúsmanna í Frakklandi fyrir 1914,
en lauk ferli sínum sem slakur kvikmynda-
gagnrýnandi.
Heildaráhrifin eru, skrifaði hann í Le
Journal, ísmeygilegt spott með bolsévískum
keimi.
Pierre Leprohon svaraði Antoine með
þessari skilgreiningu á atvikinu, er Chaplín
grípur rauða fánann:
Þegar Charlie birtist í þessu atriði sem
uppreisnarleiðtogi, veit hann ekkert af því
sjálfur. Aðvörunarklútur dettur af vörubíl.
Charlie, sem alltaf hefur verið hirðumaður,
hleypur á eftir bílnum til að setja klútinn
á sinn stað, og kröfugöngumenn þurfa ekki
meira til að líta á klútinn sem jána og
Charlie sem leiðtoga sinn.
Hver veit, hvort Chaplín er ekki með
þessu að hœðast að trúgirni þessara vesl-
ings manna og sýna, að þeir taka ekki einu
sinni eftir því, að sá sem á fánanum heldur
og fer í fylkingarbrjósti veit ekki af nœrveru
þeirra og hefur ekki hugmynd um hvert
hann er að hlaupa?
158