Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 89
„BERJIZT FYRIR FRELSl“
og sannleika jafningi karlmannsins og hafði
mikilvægu hlutverki að gegna jafnt í raun-
um sem baráttu. Hún var alltaf reiðubúin
til átaka, ekki síður en Chaplín.
Þessi tvö hlutverk Paulettu Goddards
voru þannig býsna frábrugðin persónum
þeim sem Edna Purviance hafði lýst í mörg-
um myndum Chaplíns: ástkonan sem lét
allt yfir sig ganga, fátæka stúlkan sem þarf
á huggun og meðaumkvun að halda, ríka
stúlkan kaldlynda sem ástin gerir mennska,
eða, sjaldnar, gleðikonan sem hrekst milli
ástríðu og ágimdar. Dansmærin í Gullœð-
inu, reiðkonan í Hringleikahúsinu eða
blinda stúlkan hlédræga í Borgarljósunum
höfðu einnig fremur heyrt til nítjándu öld-
inni en þeirri tuttugustu. Konurnar í þess-
um gömlu myndum höfðu yfirleitt verið í
samræmi við hugmyndimar úr skáldsögum
viktoríutímabilsins. Og þegar Chaplín sýndi
gamla móður, í Borgarljósunum eða Konu
jrá París, var hún ekki í ætt við hina sér-
stæðu og áhrifamiklu Hönnu Chaph'n, held-
ur líktist fremur gömlu glansmyndamæðr-
unum sem þá óðu uppi í hinutn hefðbundnu
myndum Maríu Pickfords.
Auðvitað bera þessi kvenhlutverk ein-
hver merki um skapgerð Paulettu Godd-
ards. En eftir að þessi leikkona, sem Chap-
lín hafði fundið þegar hún var venjuleg
Ijóshærð brúða, var hætt að vera eiginkona
hans og meðleikandi, var hún ekki ýkja
frábrugðin öðrum verksmiðjuvamingi í
Hollywood. Eftir það skorti hana herzlu-
muninn af fingraförum þess manns, sem
áður hafði mótað hana svo gersamlega, að
hann farðaði hana sjálfur og greiddi henni
og lét lokkana dökku falla á alþýðlegan
hátt sem var býsna frábrugðinn hinni vönd-
uðu bylgjuskrýfingu viðurkenndra hár-
snillinga.
Að sjálfsögðu varð Einrœðisherrann fyr-
ir árásum einangrunarblaðanna í Banda-
ríkjunum, fyrst og fremst Hearst-blaðanna.
Auðkýfingurinn Hearst, sem Orson Welles
lýsti skömmu síðar í Citizen Kane, hafði
síðan 1914 verið harðvítugur málsvari þýzka
afturhaldsins. I öðrum bandarískum blöð-
um sögðu gagnrýnendur, að Einrœðisherr-
ann væri of langur, að efnið væri of alvar-
legt í skopmynd og að lokaræðan væri upp-
suða af gömlu orðagjálfri — en höfðu
menn næstu tvo áratugina áður séð mynd
frá Hollywood þar sem „orðagjálfur“ hug-
sjónanna var túlkað af slíkum þrótti og
jafn fullkominni dirfsku?
Arásir blaðanna komu ekki í veg fyrir að
Einrœðisherrann hlaut miklar vinsældir
hjá almenningi; þær fóru vaxandi síðustu
mánuðina fyrir árás Japana á Pearl Har-
bour og mögnuðust enn er Bandaríkin
tóku þátt í styrjöldinni. Ágóðinn varð ekki
eins mikill og af Drengnum eða Gullœðinu
og náði ekki heldur sama hámarki og sumar
af stríðsmyndunum frá Hollywood, eins og
Mrs. Miniver og Hverjum klukkan glymur.
En ágóðinn af Einrœðisherranum hrökk þó
til þess að Chaplín gat hresst við fjárhag
sinn, sem hafði verið býsna valtur frá því
er hann gerði Nútímann. Allt frá 1925 hafði
meðalverð kvikmyndar sífellt hækkað í
Hollywood og var nú komið upp í eina
milljón dollara. Chaplín varð því að leggja
listrænt frelsi sitt í hættu í hvert skipti sem
hann byrjaði á nýrri mynd á eigin kostnað.
Fjandmenn hans voru ekki á því að
gleyma þeirri drifsku sem hann sýndi í Nú-
tímanum og Einrœðisherranum. Fasismi og
auðvald eru í hinum nánustu tengslum.
Chaplín hafði gerzt svo djarfur að ráðast
á hvort tveggja. Þeir ætluðu sér að sjá til
þess að hann fengi það endurgoldið að
fullu.
Magnús Kjartansson þýddi.
167