Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 89
„BERJIZT FYRIR FRELSl“ og sannleika jafningi karlmannsins og hafði mikilvægu hlutverki að gegna jafnt í raun- um sem baráttu. Hún var alltaf reiðubúin til átaka, ekki síður en Chaplín. Þessi tvö hlutverk Paulettu Goddards voru þannig býsna frábrugðin persónum þeim sem Edna Purviance hafði lýst í mörg- um myndum Chaplíns: ástkonan sem lét allt yfir sig ganga, fátæka stúlkan sem þarf á huggun og meðaumkvun að halda, ríka stúlkan kaldlynda sem ástin gerir mennska, eða, sjaldnar, gleðikonan sem hrekst milli ástríðu og ágimdar. Dansmærin í Gullœð- inu, reiðkonan í Hringleikahúsinu eða blinda stúlkan hlédræga í Borgarljósunum höfðu einnig fremur heyrt til nítjándu öld- inni en þeirri tuttugustu. Konurnar í þess- um gömlu myndum höfðu yfirleitt verið í samræmi við hugmyndimar úr skáldsögum viktoríutímabilsins. Og þegar Chaplín sýndi gamla móður, í Borgarljósunum eða Konu jrá París, var hún ekki í ætt við hina sér- stæðu og áhrifamiklu Hönnu Chaph'n, held- ur líktist fremur gömlu glansmyndamæðr- unum sem þá óðu uppi í hinutn hefðbundnu myndum Maríu Pickfords. Auðvitað bera þessi kvenhlutverk ein- hver merki um skapgerð Paulettu Godd- ards. En eftir að þessi leikkona, sem Chap- lín hafði fundið þegar hún var venjuleg Ijóshærð brúða, var hætt að vera eiginkona hans og meðleikandi, var hún ekki ýkja frábrugðin öðrum verksmiðjuvamingi í Hollywood. Eftir það skorti hana herzlu- muninn af fingraförum þess manns, sem áður hafði mótað hana svo gersamlega, að hann farðaði hana sjálfur og greiddi henni og lét lokkana dökku falla á alþýðlegan hátt sem var býsna frábrugðinn hinni vönd- uðu bylgjuskrýfingu viðurkenndra hár- snillinga. Að sjálfsögðu varð Einrœðisherrann fyr- ir árásum einangrunarblaðanna í Banda- ríkjunum, fyrst og fremst Hearst-blaðanna. Auðkýfingurinn Hearst, sem Orson Welles lýsti skömmu síðar í Citizen Kane, hafði síðan 1914 verið harðvítugur málsvari þýzka afturhaldsins. I öðrum bandarískum blöð- um sögðu gagnrýnendur, að Einrœðisherr- ann væri of langur, að efnið væri of alvar- legt í skopmynd og að lokaræðan væri upp- suða af gömlu orðagjálfri — en höfðu menn næstu tvo áratugina áður séð mynd frá Hollywood þar sem „orðagjálfur“ hug- sjónanna var túlkað af slíkum þrótti og jafn fullkominni dirfsku? Arásir blaðanna komu ekki í veg fyrir að Einrœðisherrann hlaut miklar vinsældir hjá almenningi; þær fóru vaxandi síðustu mánuðina fyrir árás Japana á Pearl Har- bour og mögnuðust enn er Bandaríkin tóku þátt í styrjöldinni. Ágóðinn varð ekki eins mikill og af Drengnum eða Gullœðinu og náði ekki heldur sama hámarki og sumar af stríðsmyndunum frá Hollywood, eins og Mrs. Miniver og Hverjum klukkan glymur. En ágóðinn af Einrœðisherranum hrökk þó til þess að Chaplín gat hresst við fjárhag sinn, sem hafði verið býsna valtur frá því er hann gerði Nútímann. Allt frá 1925 hafði meðalverð kvikmyndar sífellt hækkað í Hollywood og var nú komið upp í eina milljón dollara. Chaplín varð því að leggja listrænt frelsi sitt í hættu í hvert skipti sem hann byrjaði á nýrri mynd á eigin kostnað. Fjandmenn hans voru ekki á því að gleyma þeirri drifsku sem hann sýndi í Nú- tímanum og Einrœðisherranum. Fasismi og auðvald eru í hinum nánustu tengslum. Chaplín hafði gerzt svo djarfur að ráðast á hvort tveggja. Þeir ætluðu sér að sjá til þess að hann fengi það endurgoldið að fullu. Magnús Kjartansson þýddi. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.