Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 13
,ÞAÐ SEM MEST RÍÐUR Á ... vera í Atlantshafsbandalaginu, sem aðeins sé varnarbandalag þeirra ríkja er búast við árás að austan. En þá vaknar sú spurning: til hvers eru hernaðarbandalög yfirleitt sett á laggirnar og var nokkru sinni til í heiminum sú hreinskilni meðal land- ræningja og manndrápara, er slík bandalög stofnsettu, að þeir kölluðu þau árásarbandalög? -— Seinni hluta þeirrar spurningar er fljótsvarað með einu neii, því þeir sem verst ætla að vinna leggja jafnan áherzlu á að telja sér og öðrum trú um hið gagnstæða, en hinum hluta spurningarinnar verð- ur að gera nokkru betri skil, svo Ijóst megi verða af sjónarhóli smáþjóðar, hversu vænlegt til björgunar er það hálmstrá sem að oss er haldið. Herveldi er það ríki sem á allan hátt eflir sig til styrjaldar, gætir hags- muna sinna með vopnavaldi og kýs ekki að semja um málefni nema úr meirimáttaraðstöðu, jafnan sér í hag. Það leggur ófafé í uppgötvanir og framleiðslu nýrra drápstækja ogutan- ríkispólitík þess er að hundrað hundr- aðshlutum við það miðuð að flækja í net sitt öðrum ríkjum, smærri og stærri, sjálfu sér til styrktar og fram- dráttar. Þegar svo tími þykir til kom- inn er þessum hjáleigum stórveldisins þrýst nauðugum, viljugum, inn í hernaðarbandalag og vitanlega líðst engum kúguðum hjáleigumanni ann- að en kenna það til varnarinnar einn- ar saman, því árás er ljótt orð. Og í hvert skipti sem tekizt hefur að þræla enn einu vesölu þjóðlandi inn í sam- særið, þá er þar með nýtt vopn smíð- að, enn eitt virki byggt, drög lögð að möguleikum til sigurs í næsta stríði. En það er óvefengjanleg reynsla allr- ar sögu og menn kunna ekki annars dæmi, en að því lengur og betur sem herveldi höfðu smíðað sér vopn og byggt sér virki, því nær var sú for- myrkvun mannlegrar skynsemi sem heitir styrjöld. Og þessvegna er það að hernaðar- bandalög eru ekki til styrktar heims- friðinum. Sú skilgreining á tilgangi og eðli hernaðarbandalaga er sam- vizkulaus blekking þeirra sem á henni þurfa að halda. En hlutur þeirra sem fyrir ginningar allskonar, loforð, hót- anir og mútur, gerðust vopn eða virki hinna stríðsóðu stórvelda, hefur að jafnaði verið sá að þeir báru frá leik, á sárum herðum sínum, þungan bagga böls og skaða, og enn kann sagan frá þeim ríkjum að segja, sem fyrir slíka þjónustusemi þurrkuðust út úr tölu þjóðanna og komu þar síðan aldrei framar til greina. En því fleirum sem hægt er að blanda í málin, því algerri heimsstyrjaldar sem hægt er að efna til. því fýsilegri þykir stórveldinu sinn hlutur og vonin því meiri um að geta brölt til sigursins yfir líkkesti fallinna þræla sinna og ginningarfífla. Svo augljós blekking er kenningin um hernaðarbandalög til styrktar heimsfriðinum, að engum dytti í hug 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.